Sálmakvöld í Búðardal

18. mars 2018

Sálmakvöld í Búðardal


Miðvikudagskvöldið 14. mars fjölmennti í grunnskólann í Búðardal söngfólk úr kirkjukórum prestakallsins ásamt organistanum Halldóri Þórðarsyni og fermingarbörnum með foreldrum sínum.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og Kristín Jóhannesdóttir organisti kynntu nýja sálma og útgáfu nýrrar sálmabókar þjóðkirkjunnar og voru viðstaddir bæði söngglaðir og námsfúsir.

Á tveimur klukkustundum voru kenndir og sungnir 10 sálmar frá ýmsum heimshornum, sungið í keðju og sleginn trommutaktur sem fermingarbörnin tóku að sér ásamt því að taka vel undir í söngnum. Margt var spjallað um hlutverk sálma og mismunandi tónlistarstíla og í hléi var boðið upp á hressingu. Í lokin sá sóknarpresturinn Anna Eiríksdóttir um bænastund og sunginn var kvöldsálmur áður en haldið var heimleiðis út í vorblíðuna.

  • Æskulýðsmál

  • Þing

  • Tónlist

Sólheimakirkja - altaristafla - heimaræktuð jólatré
04
júl.

Sólheimar í 90 ár

Menningarveisla hefst í dag
Sr. Arnaldur Máni Finnsson - bak honum Maríumynd i Staðastaðakirkju eftir Tryggva Ólafsson. Myndina tók Steingrímur Þórhallsson, organisti
04
júl.

Stutta viðtalið: Kirkja og menning undir Jökli

Veröld Maríu guðsmóður í nútímanum
Orgel Laugarneskirkju - íslensk smíð Björgvins Tómassonar - 28 radda orgel, vígt 2002. Hljóðfærið er listasmíð eins og kirkjan sjálf
03
júl.

Samið við organista

Mikiilvægir áfangar náðust