Passíusálmarnir sungnir í Hafnarfjarðarkirkju

23. mars 2018

Passíusálmarnir sungnir í Hafnarfjarðarkirkju


Sönghópurinn Lux aeterna syngur hluta af passíusálmum Hallgríms Péturssonar í Hafnarfjarðarkirkju á pálmasunnudag 25. mars, skírdag 29. mars og föstudaginn langa 30. mars, kl 17 – 19. Sálmarnir verða sungnir við „gömlu lögin“ sem fólk söng um aldir en Smári Ólason safnaði lögunum saman og útsetti og voru þau gefin út af Skálholtsútgáfunni 2015.

Hrafnkell Orri Egilsson leikur á selló á skírdag og föstudaginn langa.
Heilög kvöldmáltíð verður um kl. 18 á skírdag.
Allir eru velkomnir og fólk getur komið og farið að vild.
  • Tónlist

  • Viðburður

Sólheimakirkja - altaristafla - heimaræktuð jólatré
04
júl.

Sólheimar í 90 ár

Menningarveisla hefst í dag
Sr. Arnaldur Máni Finnsson - bak honum Maríumynd i Staðastaðakirkju eftir Tryggva Ólafsson. Myndina tók Steingrímur Þórhallsson, organisti
04
júl.

Stutta viðtalið: Kirkja og menning undir Jökli

Veröld Maríu guðsmóður í nútímanum
Orgel Laugarneskirkju - íslensk smíð Björgvins Tómassonar - 28 radda orgel, vígt 2002. Hljóðfærið er listasmíð eins og kirkjan sjálf
03
júl.

Samið við organista

Mikiilvægir áfangar náðust