Hvaða þýðingu hefur umskurnin og umskurðarfrumvarpið?

27. mars 2018

Hvaða þýðingu hefur umskurnin og umskurðarfrumvarpið?


Fimmtudaginn 5. apríl n.k. verður málstofa á vegum Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands í stofu 311 í Árnagarði þar sem prófessorarnir dr. Gunnlaugur A. Jónsson, dr. Rúnar M. Þorsteinsson og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir munu fjalla um umskurn og umskurðarfrumvarpið s.k. í sögu og samtíð. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Hvaða þýðingu hefur umskurn drengja haft í gegnum söguna, einkum í gyðinglegum sið? Hvaða gildi hafði hún á biblíulegum tíma? Má sjá samsvörun á milli túlkunar fólks á umskurninni í gegnum tíðina og andsemítisma sem lengi hefur beinst að gyðingum? Hvaða þýðingu hefur hið s.k. umskurðarfrumvarp sem mikið er rætt um þessa dagana í íslensku samfélagi? Í þremur stuttum fyrirlestrum verður leitast við að svara þessum spurningum sem og öðrum sem málinu tengjast, s.s. spurningum um mögulegar afleiðingar umskurðarfrumvarpsins í víðara samhengi.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson er prófessor í gamlatestamentisfræðum, dr. Rúnar M. Þorsteinsson prófessor í nýjatestamentisfræðum og dr. Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.

Málstofan er öllum opin.
  • Auglýsing

  • Viðburður

Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.
Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni
Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember