Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju

28. mars 2018

Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju


Fjölmennt hefur verið undanfarin ár í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa í æðruleysismessu með yfirskriftinni “Æðruleysi til vonar” í samstarfi við AA fólk á Austfjörðum. Áhersla er á fjölbreytta tónlist, samsöng, vísnasöng og þekkt lög með gítarundirleik. Hópur tónlistarfólks sér um flutninginn. Vitnisburðir af reynslu úr lífinu eru fluttir. Öll tendrum við ljós á kertum framan við altarið í lok messunnar. Síðan er boðið upp á hressingu og efnt til samskota í safnaðarheimilinu.

Æðruleysismessan er í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa kl. 14.00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Mynd fengin af vefnum www.ismennt.is
  • Kærleiksþjónusta

  • Messa

Orgel Laugarneskirkju - íslensk smíð Björgvins Tómassonar - 28 radda orgel, vígt 2002. Hljóðfærið er listasmíð eins og kirkjan sjálf
03
júl.

Samið við organista

Mikiilvægir áfangar náðust
Í sama bekk með Samtökum evangeliskra kirkna
02
júl.

Samstarf og innganga

Stefnt að sama marki
Gott að vita hvar Skatturinn er til húsa ...
01
júl.

Allir vinna – kirkjan líka!

Virðisaukaskattur endurgreiddur