Ráðstefna um umskurð drengja

13. apríl 2018

Ráðstefna um umskurð drengja


Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga heldur ráðstefnu um umskurð drengja í Norræna húsinu, Sæmundargötu 11 í Reykjavík, þriðjudaginn 17. apríl frá kl. 13.00 til 17.00. Frummælendur eru bæði heimamenn og erlendis frá og fer ráðstefnan fram á ensku. Listinn yfir alla þá sem taka til máls fylgir þessu bréfi. Vakin er sérstök athygli á því að á ráðstefnunni verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima.

Markmiðið með samráðsvettvanginum er að stuðla að jákvæðum samskiptum, skilningi, umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúar-viðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Aðildarfélög samráðs-vettvangsins eru alls 18.

Frumvarp til laga á Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga tekur hvorki afstöðu með frumvarpinu né á móti því, enda eru skiptar skoðanir um það innan hans, en hann vill engu að síður veita þeim trúfélögum, sem frumvarpið snertir mest, tækifæri til að kynna sjónarmið sín um það, hlusta á röksemdir þeirra, sem standa að því, og ræða þær. Það er grundvallaratriði í lýðræðislegu þjóðfélagi að skoðanaskipti allra hlutaðeigandi séu tryggð á opinberum vettvangi og málin rædd með sanngjörnum hætti.

Ráðstefnan er öllum opin og verður boðið upp á léttar veitingar í hléum.

F.h. Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi,

Séra Jakob Rolland

Talsmaður Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi

Hávallagata 14, 101 Reykjavík

s. 552 5388 / 824 1464

Netfang: catholica@catholica.is

Aðildarfélög samráðsvettvangsins:

Ásatrúarfélagið, Bahá’í-samfélagið, Búddistafélag Íslands, Búddistasamtökin SGI á Íslandi, Félag múslima á Íslandi, Fríkirkjan í Reykjavík, Heimsfriðarsamtök fjölskyldna, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Menningarsetur múslima á Íslandi, Óháði söfnuðurinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Smárakirkja, Stofnun múslima á Íslandi, Vegurinn, kirkja fyrir þig, Zen á Íslandi – Nátthagi og Þjóðkirkjan.

Samstarfsaðili:

Trúarbragðafræðistofa Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.



Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi

Inter-Faith Forum of Iceland

Conference on circumcision of boys

in Reykjavík, Nordic House, Sæmundargata 11,

on April 17, 2018, from 1 to 5 PM

Speakers:


Dr. Ólafur Þór Gunnarsson MD, Member of the Parliament of Iceland, Co-Sponsor of the bill on ban of circumcision

Salvör Nordal, Children’s Ombudsman of Iceland

Rabbi Moché Lewin, Vice-President of the European Conference of Rabbis

Mr. Yaron Nadbornik, President of the Council of Jewish Congregations in Finland, representing the Nordic Jewish Communities’ Council of Presidents

Chief Rabbi Jair Melchior, representing the Jewish Community in Denmark and the Committee of the Orthodox Rabbis in Scandinavia

Rabbi Ute Steyer, representing the Jewish Community of Sweden

Mr. Jonathan Arkush, President of the Board of Deputies of British Jews

Imam Ahmad Seddeeq, MA degree in Islamic Studies from Al-Azhar University, Representative of the Islamic Cultural Center of Iceland

Chief Imam Sayed Ali Abbas Razawi, representing the Scottish Ahlul Bayt Society

Adam Anbari, representing the Islamic Foundation of Iceland

Mr. Atik Ali, President of the Islam Congregation of Finland, representing Finland’s Muslim Network

Pause

Dr. Baldur Tumi Baldursson, Chief Medical Doctor in skin and venereal desease at the National Hospital, Reykjavík

Dr. Ty B. Ericksson, MD FACOG FPMRS Obstetrician / Gynecologist, Pelvic Reconstructive Surgeon, USA

Sveinn Svavarsson, representing Intact Iceland Organization

Prof. Dr. Bernard Lobel, Urologist, former Chief Doctor at the hospital of Rennes, France

Fr. Heikki Huttunen, General Secretary of CEC (Conference of European Churches)

Dr. Elizabeta Kitanovic, Human Rights Executive Secretary of CEC

Mgr. Duarte da Cunha, General Secretary of CCEE (Council of Bishops’ Conferences of Europe)

Pause

Discussion


Moderator of the conference: Margrét Steinarsdóttir, Director of the Icelandic Human Rights Centre

Chairman of the Inter-Faith Forum of Iceland: Jakob Rolland, Catholic priest. Hávallagata 14, 101 Reykjavík. Tel. 552 5388 / 824 1464. E-mail: catholica@catholica.is
  • Auglýsing

  • Ráðstefna

  • Samstarf

Leikskólabörn í Egilsstaðakirkju

Mikil ánægja með skólaheimsóknir á aðventunni um allt land

13. des. 2024
...bæði í kirkjum og skólum
Liljuhafar í Egilsstaðakirkju-sjá nöfn í frétt

Glaðir Liljuhafar

13. des. 2024
...á Héraði
Jólagleði salurinn.jpg - mynd

Einlæg vinátta verður til

12. des. 2024
...á jólagleði Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma