Biskup Íslands hvetur til friðsamlegra lausna

30. apríl 2018

Biskup Íslands hvetur til friðsamlegra lausna

Biskup Íslands hvetur til friðsamlegra lausna á ástandinu í Sýrlandi og virðingar við alþjóðalög

Í samhljóman við hvatningu Lúterska heimssambandsins (LH), sem þjóðkirkjan á Íslandi er stofnaðili að, hvetur biskup Íslands stjórnvöld og ríki heims til að leita friðsamlegra lausna á ástandinu í Sýrlandi og virðingar við alþjóðalög.

Forseti Lúterska heimssambandsins, erkibiskupinn dr. Panti Filibus Musa, og aðalritari sambandsins, dr. Martin Junge, hafa í nafni kristinnar kirkju kallað eftir því að ríki heims beiti sér fyrir því að ,,stöðva tafarlaust þá stigmögnun hernaðaraðgerða sem eru að leiða þjóðir heims nær alþjóðlegum hernaðarátökum.“

Lúterska heimssambandið kallar eftir aðgerðum í Sýrlandi sem virkjað geta þær stofnanir og þau úrræði réttlætis og friðar, sem þróuð voru af alþjóðasamfélaginu í kjölfar fyrri og síðari heimsstyrjalda. Sambandið hvetur ríki heims til að nýta sér þau verkfæri friðar sem til eru, samninga og verklagsreglur til að takast á við ágreining og átök milli og innan ríkja, svo og hvers kyns brot á alþjóðlegum skuldbindingum.

Biskup Íslands hvetur kirkjuna alla til að biðja fyrir friði þar sem ófriður ríkir, biðja fyrir ástandinu í Sýrlandi að það megi snúast á friðar veg.

Í Jóhannesarguðspjalli segir Jesús Kristur: Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. (Jh. 14:27)

Yfirlýsingu Lúterska heimssambandsins má nálgast hér.
  • Biskup

  • Biskup

Leikskólabörn í Egilsstaðakirkju

Mikil ánægja með skólaheimsóknir á aðventunni um allt land

13. des. 2024
...bæði í kirkjum og skólum
Liljuhafar í Egilsstaðakirkju-sjá nöfn í frétt

Glaðir Liljuhafar

13. des. 2024
...á Héraði
Jólagleði salurinn.jpg - mynd

Einlæg vinátta verður til

12. des. 2024
...á jólagleði Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma