Félags prestvígðra kvenna - áskorun

3. maí 2018

Félags prestvígðra kvenna - áskorun


Aðalfundur Félags prestvígðra kvenna haldinn í Bústaðakirkju þann 23. apríl 2018 hvetur kirkjuþing og biskupa að fara án tafar í heildstæða endurskoðun á verkferlum, starfsreglum og siðareglum þeim er snúa að mörkum í samskiptum, kynbundnu ofbeldi, einelti og öðru því er miður getur farið í störfum þjóna kirkjunnar. Skorað er á sömu aðila að leita leiða svo draga megi lærdóm af því sem miður hefur farið á þessu sviði.

Félag prestvígðra kvenna var stofnsett 31. júlí 2009 og fagnar því 10 ára afmæli á næsta ári. Félagið er samtök kvenna í prestastétt og allar prestvígðar konur geta orðið aðilar að félaginu.

Markmið félagsins er að efla samstarf og miðla reynslu meðal prestvígðra kvenna og auka áhrif og þátttöku prestvígðra kvenna í kirkjunni. Auk þess er félagið vettvangur til að kynna hvað prestsvígðar konur eru að gera samhliða störfum sínum, vettvangur fyrir umræður um málefni sem snúa sérstaklega að prestsvígðum konum og síðast en ekki síst vettvangur þar sem prestsvígðar konur geta sótt stuðning hver til annarrar, t.d. þegar þær telja sig beittar hverskyns kynbundnu misrétti.

Stjórn Félags prestvígðra kvenna er skipuð á aðalfundi sem fram fer ár hvert. Í stjórn sitja nú séra Jóhanna Gísladóttir formaður, séra Guðrún Karls Helgudóttir, séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, séra Sigríður Rún Tryggvadóttir og séra Hildur Björk Hörpudóttir. Varamenn eru séra Hildur Inga Rúnarsdóttir og séra María Rut Baldursdóttir.
  • Ályktun

  • Frétt

Skálholtsdómkirkja

Framboðsfundur vegna vígslubiskupskosninga

03. jún. 2023
.....í Skálholtsumdæmi
Garðakirkja á Álftanesi - mynd: hsh

Laust starf

02. jún. 2023
.......prests í Garðaprestakall