Börn afhentu Hjálparstarfinu debetkort

15. maí 2018

Börn afhentu Hjálparstarfinu debetkort

Börn afhentu Hjálparstarfinu debetkort

Börn og unglingar fyrir hönd Æskulýðssambands kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar debetkort að fjárhæð kr. 481.244.- við fjölskylduguðsþjónustu í Brautarholtskirkju, sem fram fór 13. maí sl.

Á æskulýðsdegi þjóðkirkunnar í mars tóku börn og unglingar höndum saman í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis og stóðu fyrir vöfflukaffi, kaffisölu, kaffihúsi, gengu í hús ofl. í tengslum við helgihald dagsins til söfnunar fyrir steinhúsum í Úganda. Margt smátt gerir eitt stórt og það reyndu börnin á þessum degi þegar ofangreind upphæð safnaðist. Áður höfðu börnin fengið fræðslu um aðstæður barna í Úganda, sem mörg eru munaðarlaus, eiga ekki heimili eða hafa skjól yfir höfuðið á næturna eða á rigningartímanum.

Verkefnið hófst í fyrra og þetta er í annað skiptið sem söfnunin fer fram, en nú í ár stóð hið nýtofnaða Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi að söfnuni. Það safnaðist tvisvar sinnum meira en á síðasta ári og fyrir þessa upphæð er hægt að byggja fjögur múruð steinhús með bárujárnsþaki.

Sóknarpresturinn sr. Arna Grétarsdóttir leiddi stundina og það var Kristín Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem tók við debetkortinu eftir að börninu höfðu látið það ganga til hennar. Hún þakkaði börnunum fyrir og minnti á hversu mikilvægt það er fræðast um aðstæður bágstaddra og gefa af tíma sínum til að hjálpa og láta gott af sér leiða.

Myndband og myndir frá afhendingunni má nálgast hér.
  • Æskulýðsmál

  • Hjálparstarf

  • Hjálparstarf

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut