Talningu lokið í kjöri til vígslubiskups

19. maí 2018

Talningu lokið í kjöri til vígslubiskups

Talningu kjörstjórnar í kjöri til vígslubiskups í Skálholtsumdæmi er lokið

Atkvæði hafa verið talin í kjöri til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmi. Kosið var milli tveggja frambjóðenda, sr. Eiríks Jóhannssonar og sr. Kristjáns Björnssonar. Á kjörskrá voru 939 manns. Kosningaþátttaka var um 73%. Alls greiddu 682 atkvæði þar af voru sjö seðlar auðir og þrír ógildir. Úrslit urðu þannig að sr. Eiríkur Jóhannsson hlaut 301 atkvæði eða 44% og sr. Kristján Björnsson hlaut 371 atkvæði eða 54 %.
  • Embætti

  • Kosningar

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.