Hættið að selja vopn til stríðandi fylkinga

2. júní 2018

Hættið að selja vopn til stríðandi fylkinga

Börn, mæður og annað fólk á flótta leitar skjóls á Grikklandi. Þar mætir það gestrisni fámenns samfélags fólks, minnihluta kirkju í Grikklandi, sem nýtir þau úrræði sem þau hafa til að þjóna fólki í neyð.

Þetta er einn af þeim vitnisburðum sem sagt er frá á General Assembly Kirknaráðs Evrópu, sem nú fer fram í Novi Sad í Serbíu.

Á sama tíma og gestrisni er viðmót og markmið þeirra sem mæta fólki á flótta, er einnig lögð áhersla á að hjálpa fólki til að snúa aftur til síns heima. Biskup Rétttrúnaðarkirkjunnar benti á það mikilvæga atriði í KeyNote ræðu sinni á þinginu í gær. Hann sagði jafnframt að ekki dygði að kirkjur veittu aðstoð og sýndu gestrisni, því samhliða þyrftu sterkar þjóðir og ríkjandi öfl að hætta að selja vopn til stríðandi fylkinga í heiminum. Ekki væri hægt að styðja fólk til að búa í sínu heimalandi ef á sama tíma væri verið að selja vopn til stríðandi fylkinga á þeim sömu svæðum. Vesturlönd þyrftu enn frekar að beita sér fyrir friðsamlegum lausnum á stríðandi svæðum og vitnisburður kristninnar er og á ávallt að vera réttlæti og gestrisni.

Ræðuna í heild má hlusta á hér

Unga fólkið er ekki aðeins framtíðin, heldur er unga fólkið kirkjan í dag. Lisa Schneider flutti eina af KeyNote ræðum þingsins sem var vitnisburður vonar og eldmóðs. Ræðu hennar má nálgast hér:

Í ávarpi forseta Kirknaráðs Evrópu biskups Hill, kom fram að járntjaldið sem reis í Evrópu á 20. öldinni, fylgdi línum kirkjudeildanna. Afleiðingin varð sú að kirkjan var því á sama tíma vettvangur þess að skipta upp álfunni í andstæðar fylkingar. Það var því eitt af megin markmiðum Kirknaráðsins í upphafi að vinna að auknum skilningi, samskiptum og einingu á tímum sundrungar.

Í dag eru áskoranir kristninnar í Evrópu m.a. fækkun meðlima og aukið skilningsleysi á hlutverki kirkjunnar. Þrátt fyrir það virðist dæmisagan af miskunnsama Samverjanum og sú breytni sem þar er boðuð, vera eitthvað sem allir geta sameinast um. Ákveðið siðrof virðist hins vegar einkenna samfélögin í Evrópu, þar sem hin kristna breytni er ekki endilega tengd kjarna kristninnar eða hinni kristnu trú.

Fréttir af þinginu, upplýsingar, myndir og önnur gögn má finna hér:

Eins má finna frekari upplýsingar um Kirknaráð Evrópu, þingið sem fram fer á 5 ára fresti og er nú í gangi í Novi Sad og aðildarkirkjur ráðsins.

Þjóðkirkjan er einn af stofnaðilum Kirknaráðsins, sem var stofnað árið 1959. Þjóðkirkjan er einnig einn af stofnaðilum Alkirkjuráðsins og Lúterska heimssambandsins sem áður höfðu verið stofnuð, í kjölfar síðari heimsstyrjaldar, til að vinna markvisst að einingu og friði í heiminum.

Myndin með fréttinni er af séra Maríu Ágústsdóttur, öðrum fulltrúa þjóðkirkjunnar á þinginu, þar sem hún er í pontu á þinginu
  • Þing

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta