Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

13. júní 2018

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju

Fernir tónleikar á viku – þrennir orgeltónleikar og einir kórtónleikar

Með fernum tónleikum á viku frá 16. júní til 19. ágúst 2018 gefst gestum Alþjóðlegs orgelsumars tækifæri til að hlýða á mjög fjölbreytta orgeltónlist, en framúrskarandi organistar frá 9 þjóðlöndum leika á Klaisorgel Hallgímskirkju sem er pípuorgel af fullkomnustu gerð og þykir eitt eftirtektarverðasta orgel á Norðurlöndunum.

Allt frá sumrinu 1993 hefur Klaisorgelið heillað tónleikagesti með blæbrigðaríkum hljómum, ýmist undurblíðum eða ofsafengnum. Orgeltónlist sumarsins er frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar, allt frá endurreisn til nútímans, sumir organistar leika af fingrum fram fantasíur um sálmalög sem þeir fá í hendurnar á staðnum.

Val á flytjendum yfirstandandi sumars endurspeglar þá stefnu að bjóða upp á sem mesta fjölbreytni. Organistarnir velja efnisskrár sínar með hliðsjón af Klaisorgelinu og bjóða jafnan upp á sýnishorn af tónlist sinna heimalanda.

Fjölþjóðlegt tónlistarfólk

Nú á 26. ári Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju kemur fram tónlistarfólk frá Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Svíþjóð, Spáni, Tékklandi, Ítalíu, Ungverjalandi og Íslandi. Flestir hinna erlendu flytjenda, sem koma fram um helgar eru þekktir konsertorganistar, sumir eiga langa sögu að baki, aðrir hafa vakið mikla ahygli þrátt fyrir ungan aldur. Á fimmtudögum koma fram íslenskir organistar og stundum í fylgd annars tónlistarfólks til að auka enn á fjölbreytnina.

Öll miðvikudagshádegi til loka ágúst eru kórtónleikar með kammerkórnum Schola cantorum sem átt hefur farsælt samstarf við Listvinafélagið í 22 ár. Einnig er gleðilegt að hinn heimsþekkti barna- og unglingakór LACC Los Angeles Childrens Choir er gestur Alþjóðlegs orgelsumars 2018 og kemur fram á aukatónleikum mánudaginn 2. júlí á leið sinni til Noregs.

Sjá dagskrá hér
  • Tónlist

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta