Biskupsstofa auglýsir eftir lögfræðingi

19. júní 2018

Biskupsstofa auglýsir eftir lögfræðingi

Biskupsstofa auglýsir eftir lögfræðingi tímabundið í eitt ár til að vinna að innleiðingu nýsamþykktra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem öðlast gildi þann 15. júlí 2018.

Ljóst er að fara þarf yfir alla ferla sem varða skráningu persónuupplýsinga og semja nýja til samræmis við hina nýju löggjöf.

Einnig þarf að fræða starfsmenn og aðra um helstu atriði löggjafarinnar. Gert er ráð fyrir að sóknum verði leiðbeint um helstu atriði sem huga þarf að.
  • Auglýsing

  • Skipulag

Ólafsfjarðarkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
08
júl.

Tvær sóttu um Ólafsfjörð

Umsóknarfrestur rann út 7. júlí
Margt fólk gengur í hjónaband þegar blómin anga og sumarsólin skín
08
júl.

Skilyrði rýmkuð

Drengskaparvottorð í stað fæðingarvottorðs
Húsavíkurkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
07
júl.

Þrjár sóttu um Húsavík

Umsóknarfrestur rann út 6. júlí