Önnur vika alþjóðlegs orgelsumars

19. júní 2018

Önnur vika alþjóðlegs orgelsumars

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju, vika 2 (20.- 24. júní 2018)

Eftir tvenna glæsilega opnunartónleika organistans Eyþórs Franzsonar Wechners um síðustu helgi heldur Alþjóðlega orgelsumarið í Hallgrímskirkju áfram með pompi og prakt.

Þessa viku er boðið upp á ferna tónleika í hinum einstaka hljómburði kirkjunnar og tilkomumikið Klais-orgelið heldur áfram að koma við sögu.

Tónlistarfólk Hallgrímskirkju í brennidepli á fernum tónleikum

Hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, syngur á fyrstu kórtónleikum orgelsumarsins undir stjórn Harðar Áskelssonar miðvikudaginn 20. júní kl. 12. Þar gefur að heyra kórperlur eftir Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd, Mendelssohn, Sigurð Sævarsson, Bruckner og Händel í bland við íslensk þjóðlög. Tónleikagestum er boðið upp á kaffi og sætan mola í suðursalnum að tónleikunum loknum þar sem tækifæri gefst til að spjalla við söngvarana og kynnast starfi kórsins. Miðaverð 2.500 kr.

Fimmtudaginn 21. júní kl. 12 er svo komið að tveimur íslenskum ungstirnum, þeim Baldvini Oddssyni trompetleikara og Steinari Loga Helgasyni organista Háteigskirkju en þetta eru einu tónleikar sumarsins með trompeteinleik. Á efnisskránni verða hátíðleg verk eftir Bach, Purcell, Martini, verkið Hallgrímskirkja (2016) eftir Þráin Þórhallsson ásamt hinni sígildu Tokkötu Jóns Nordals. Miðaverð 2.000 kr.

Laugardaginn 23. júní kl. 12 leikur einn fremsti orgelleikari landsins og organisti Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson, verk eftir Bach-Vivaldi og hina frægu Gotnesku svítu Boëllmanns. Miðaverð 2.000 kr.

Björn Steinar er svo aftur á ferðinni sunnudaginn 24. júní kl. 17 með viðameiri efnisskrá sem inniheldur hrífandi verk eftir Widor, Mendelssohn, Pál Ísólfsson og hið heimsþekkta verk Brúðkaupsdagur á Troldhaugen eftir Grieg. Miðaverð 2.500 kr.

Miðasala er í kirkjunni klukkustund fyrir alla tónleika og á midi.is

Heildardagskrá orgelsumars má finna hér.
  • Tónlist

  • Viðburður

Bjalla kirkjuþings

Nýjung á kirkjuþingi

14. ágú. 2020
Fundir hefjast 10. september
Ísafjarðarkirkja - þar í sókn voru gjaldendur 1.687 á síðasta ári. Ísafjarðarsókn er stærsta sóknin í Vestfarðarprófastsdæmi og þar er líka minnsta sóknin með einn gjaldanda.

Tölur og aftur tölur

13. ágú. 2020
...stærra samhengið
Árni Hinrik Hjartarson, sóknarnefndarformaður Kirkjuvogssóknar

Fólkið í kirkjunni: Þorpið hógværa

12. ágú. 2020
Prúð kirkja suður með sjó