Fjögur djákna- og prestsefni luku starfsþjálfun

2. júlí 2018

Fjögur djákna- og prestsefni luku starfsþjálfun

Fjögur djákna- og prestsefni luku starfsþjálfun þjóðkirkjunnar 27. júní og fengu þar með embættisgengi. Í því felst að viðkomandi má sækja um embætti djákna eða prests. Skilyrði fyrir útskrift úr starfsþjálfun er að hafa lokið Mag. Theol. námi, BA djáknanámi eða viðbótar djáknanámi. Brautskráning fór fram í Dómkirkjunni. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup á Hólum annaðist helgistund og afhenti skírteini.

Prestsefnin eru Mag. Theol. Hjalti Jón Sverrisson og Ingimar Helgason. Djáknaefnin eru Heiðdís Karlsdóttir og Svava Björg Þorsteinsdóttir. Þær eru báðar hjúkrunarfræðingar og luku viðbótar djáknanámi sem er 60 einingar.

Næsta vetur halda sex nemendur áfram starfsþjálfun sem þeir hófu síðast liðið haust.

Á myndinni eru í fremri röð: Mag.Theol. Ingimar Helgason, Svava B. Þorsteinsdóttir djáknakandídat, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup, Heiðdís Karlsdóttir djáknakandídat og Mag.Theol. Hjalti Jón Sverrisson. Í aftari röð eru Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og verkefnisstjóri á biskupsstofu, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar og Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.
  • Embætti

  • Viðburður

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.