Loreto Aramendi frá San Sebastian á Spáni

10. júlí 2018

Loreto Aramendi frá San Sebastian á Spáni


Alþjóðlegt orgelsumar heldur áfram í Hallgrímskirkju með veglegri og flottri dagskrá.


Miðvikudaginn 11. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd, Mendelssohn, Sigurð Sævarsson, Bruckner og Händel í bland við íslensk þjóðlög. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Miðaverð kr. 2500.

Fimmtudaginn 12. júlí kl. 12 leika Pamela De Sensi flautuleikari og Steingrímur Þórhallsson organisti Neskirkju nýleg verk eftir Steingrím fyrir þverflautu, altflautu, bassaflautu, kontrabassaflautu og orgel, þ.á.m. er einn frumflutningur. Miðaverð kr. 2.000.

Laugardaginn 14. júlí kl. 12 leikur Loreto Aramendi, aðalorganisti hins fræga Cavaillé-Coll orgels Santa Maria basilíkunnar í San Sebastian á Spáni, verk eftir Bach, Ligeti, Cabanilles, Duruflé ásamt Pílagrímakór Wagners úr Tannhäuser sem Franz Liszt umritaði fyrir orgel. Miðaverð kr. 2.000.

Á seinni tónleikum sínum, sunnudaginn 15. júlí kl. 17 leikur Loreto Aramendi verk eftir Buxtehude, Rachmaninoff, Saint-Saëns, Fauré, Cabanilles, Tournemire ásamt Litanies eftir Jehan Alain og Funérailles eftir Liszt. Miðaverð kr. 2.500.

Miðasala í Hallgrímskirkju opnar klukkutíma fyrir hverja tónleika en einnig má kaupa miða á midi.is.
  • Auglýsing

  • Tónlist

  • Viðburður

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní