Biskup Íslands gerir samning við Skógræktarfélag Ísalands

19. júlí 2018

Biskup Íslands gerir samning við Skógræktarfélag Ísalands

Á Skálholtshátíð helgina 20-22. júlí mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, f.h. kirkjunnar, skrifa undir samning við Skógræktarfélag Ísalands um afnot af 230 hektara af landi í Skálholti til 90 ára. Landinu verður í framtíðinni breytt í yndisskóg með göngustígum sem fólk getur nýtt til útivistar.

„Þessi ákvörðun er í takt við umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar um að rækta landið og sporna við losun gróðurhúsalofttegunda, sem við gerum meðal annars með skógrækt,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. „Við höfum einnig endurheimt votlendi á svæðinu með því að moka ofan í skurði. Þannig hefur kirkjan í Skálholti lagt sig fram um að varðveita jörðina og sköpunina.“

Nýr vígslubiskup í Skálholti

Fjölbreytt hátíðardagskrá verður um helgina þar sem sr. Kristján Valur Ingólfsson lætur af embætti vígslubiskups og sr. Kristján Björnsson verður vígður til embættis vígslubiskups Skálholtsumdæmis.

„Það má segja að þetta séu tímamót í Skálholti þar sem Kristján kveður og Kristján heilsar,“ segir Agnes. „Ég vil þakka Kristjáni Vali fyrir gott samstarf og góða þjónustu í kirkjunni, bæði í Skálholti og annarstaðar um áratuga skeið. Ég býð Kristján Björnsson velkominn til starfa og vænti góðs samstarfs.“

Eftir vígslumessuna, sem er opin öllum, býður biskup Íslands til kaffiveitinga í Skálholtsskóla.

Dagskrá 20. – 22. júlí 2018

Föstudagur 20. júlí

12:00 Messa við Þorlákssæti (ef veður leyfir)

Laugardagur 21. júlí

09:00 Morgunbænir
13:00 Fjölbreytt dagskrá fyrir fjölskyldur og börn:
- Grasakynning: Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur
(Hefst fyrir framan Skálholtsskóla kl. 13:00)
- Fornleifarannsóknir, kynning á uppgreftri: Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur (Fer fram við hlið Skálholtsdómkirkju og hefst kl. 14:00)
- Fuglakynning: Gunnar Tómasson, fuglamerkingamaður
(Hefst fyrir framan Skálholtsskóla kl. 14:00)
- Leikir og létt gaman: Leiðtogar ÆSKÞ stjórna útileikjum
16:00 Hátíðartónleikar í Skálholtsdómkirkju: Sjá dagskrá
18:00 Vesper í Skálholtsdómkirkju
21:00 Kvöldsöngur í Skálholtsdómkirkju: Íslensk þjóðlög: Benedikt Kristjánsson tenór

Sunnudagur 22. júlí

09:00 Morgunbænir
09:30 Æfing með erlendum gestum sem taka þátt í biskupsvígslunni í Skálholtsdómkirkju
11:00 Orgeltónleikar í Skálholtsdómkirkju: Jón Bjarnason, organisti
13:15 Prósessía undirbúin í Skálholtsskóla
13:30 Biskupsvígsla: Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Kristján Björnsson til embættis vígslubiskups í Skálholtsstifti við messu í Skálholtsdómkirkju
15:00 Kaffiveitingar í Skálholtsskóla
16:15 Hátíðarsamkoma í Skálholtsdómkirkju: Hátíðarræður flytja:
- Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri 100 ára afmælisnefndar um fullveldi Íslands 2018
- Dr. Ágúst Einarsson prófessor emeritus, fv. alþingismaður og rektor, flytur erindið: Kærleikur, bækur og fullveldi
18:00 Kvöldbænir : Te Deum
  • Viðburður

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta