Pílagrímagöngur í Skálholt á Skálholtshátíð

19. júlí 2018

Pílagrímagöngur í Skálholt á Skálholtshátíð

Pílagrímagöngur í Skálholt á Skálholtshátíð sunnudaginn 22. júlí 2018. Að venju verður gengin pílagrímaganga frá Þingvöllum til hátíðarinnar. Þetta er í 15. sinn sem þessi ganga er gengin. Göngustjóri er Björn Erlingsson.

Gangan hefst laugardaginn 21. júlí með ferðabæn og fararblessun í Þingvallakirkju klukkan níu um morguninn. Þann dag er gengið að Neðra Apavatni. Sunnudagsmorguninn 22. júlí hefst gangan þar aftur klukkan 8.30 og verður gengið í Skálholt. Messa í Skálholtsdómkirkju hefst klukkan 13.30 og þurfa pílagrímar að vera komnir á staðinn vel fyrir þann tíma. Messan hefst með inngöngu þeirra sem þjóna að messunni og pílagrímanna í kjölfarið.

Pílagrímar sem ganga frá Bæ í Borgarfirði sameinast göngunni frá Þingvöllum að morgni laugardagsins, en pílagrímar sem gengið hafa frá Strandarkirkju í Selvogi (sjá www.pilagrimagongur.is) nokkrar undan farnar helgar leggja af stað frá Skálholti kl 7 til að aka í Ólafsvallakirkju og ganga þaðan heim í Skálholt.

Göngurnar sameinast því á Skálholtshlaðinu og ganga til kirkjunnar kl. 13:30

Pílagrímar sem ganga að Neðra Apavatni á laugardag geta fengið gistingu og kvöldhressingu í Skálholti að göngu lokinni þann dag.

Göngufólk frá Þingvöllum er beðið að skrá sig á netfangið skalholt@skalholt.is og láta vita hvort það þarf gistingu í Skálholti. Einnig er hægt að fá akstur á sunnudagsmorgni á upphafsstað göngunnar.

Upplýsingar í síma 486-8870.

Pílagrímar sem ganga frá Ólafsvallakirkju skrái sem á skráningarformi á www.pilagrimagongur.is.

Gisting, kvöldhressing og morgunverður í Skálholti kostar samtals kr. 7.500. þ.e. kr. 4.500, (gisting) kr. 1.800,- (kjötsúpa og brauð) kr. 1.200,- (morgunverður í sjálfsafgreiðslu). Verð fyrir akstur frá og að Neðra Apavatni fer eftir fjölda. Upplýsingar í síma 486-8870.

  • Viðburður

Langholtskirkja í Reykjavík - m.a. er hægt að „líta inn“ í kirkjuna á netinu en það er athyglisverð nýjung - sjá punkt nr. 6

Kirkjan að störfum

23. jan. 2021
...sjö punktar
Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur í Hafnarfjarðarprestakalli

Nýr sóknarprestur í Hafnarfjörð

22. jan. 2021
sr. Jónína Ólafsdóttir ráðin
Joe Biden, 46. forseti Bandaríkjanna, leggur hönd á helga bók - mynd: Kristeligt Dagblad - Saul Loeb/AFP/Ritzau Scanpix

Biblía með hlutverk

22. jan. 2021
...fallegur siður