Pílagrímagöngur í Skálholt á Skálholtshátíð

19. júlí 2018

Pílagrímagöngur í Skálholt á Skálholtshátíð

Pílagrímagöngur í Skálholt á Skálholtshátíð sunnudaginn 22. júlí 2018. Að venju verður gengin pílagrímaganga frá Þingvöllum til hátíðarinnar. Þetta er í 15. sinn sem þessi ganga er gengin. Göngustjóri er Björn Erlingsson.

Gangan hefst laugardaginn 21. júlí með ferðabæn og fararblessun í Þingvallakirkju klukkan níu um morguninn. Þann dag er gengið að Neðra Apavatni. Sunnudagsmorguninn 22. júlí hefst gangan þar aftur klukkan 8.30 og verður gengið í Skálholt. Messa í Skálholtsdómkirkju hefst klukkan 13.30 og þurfa pílagrímar að vera komnir á staðinn vel fyrir þann tíma. Messan hefst með inngöngu þeirra sem þjóna að messunni og pílagrímanna í kjölfarið.

Pílagrímar sem ganga frá Bæ í Borgarfirði sameinast göngunni frá Þingvöllum að morgni laugardagsins, en pílagrímar sem gengið hafa frá Strandarkirkju í Selvogi (sjá www.pilagrimagongur.is) nokkrar undan farnar helgar leggja af stað frá Skálholti kl 7 til að aka í Ólafsvallakirkju og ganga þaðan heim í Skálholt.

Göngurnar sameinast því á Skálholtshlaðinu og ganga til kirkjunnar kl. 13:30

Pílagrímar sem ganga að Neðra Apavatni á laugardag geta fengið gistingu og kvöldhressingu í Skálholti að göngu lokinni þann dag.

Göngufólk frá Þingvöllum er beðið að skrá sig á netfangið skalholt@skalholt.is og láta vita hvort það þarf gistingu í Skálholti. Einnig er hægt að fá akstur á sunnudagsmorgni á upphafsstað göngunnar.

Upplýsingar í síma 486-8870.

Pílagrímar sem ganga frá Ólafsvallakirkju skrái sem á skráningarformi á www.pilagrimagongur.is.

Gisting, kvöldhressing og morgunverður í Skálholti kostar samtals kr. 7.500. þ.e. kr. 4.500, (gisting) kr. 1.800,- (kjötsúpa og brauð) kr. 1.200,- (morgunverður í sjálfsafgreiðslu). Verð fyrir akstur frá og að Neðra Apavatni fer eftir fjölda. Upplýsingar í síma 486-8870.

  • Viðburður

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Haustfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

25. sep. 2023
....æskulýðsmál og húmor til umræðu
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kjörin varaforseti Lútherska Heimssambandsins

22. sep. 2023
.....sjö varaforsetar frá sjö svæðum
Skálholtsdómkirkja

Endurmenntun presta og djákna í Skálholti

22. sep. 2023
......26.-28. september