Embætti prests í Garðaprestakalli

23. ágúst 2018

Embætti prests í Garðaprestakalli

Þrír umsækjendur um embætti prests í Garðaprestakalli

Embætti prests við Garðaprestakall, Kjalarnesprófastsdæmi, var auglýst laust til umsóknar þann 18. júlí 2018 og rann umsóknarfrestur út þann 20. ágúst 2018.

Þrír umsækjendur sóttu um embættið, en þeir eru í stafrófsröð;

Bryndís Svavarsdóttir, cand. theol.
Henning Emil Magnússon, mag. theol.
Ingimar Helgason, mag. theol.

Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. október 2018 til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.
  • Embætti

Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.