Leikandi Landsmót

5. október 2018

Leikandi Landsmót


Framundan er einn stærsti viðburður æskulýðsfélaganna á Íslandi nánar tiltekið Landsmót ÆSKÞ sem verður að þessu sinni á Egilsstöðum helgina 26. – 28. október.

Landsmótsnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi mótsins og er vægast sagt mikil tilhlökkun í hópnum fyrir mótinu. Við hvetjum leiðtoga og presta til að kynna landsmótið vel fyrir sínum félögum en þemað í ár er Leikandi Landsmót.

Við viljum vekja athygli á mikilvægi þess að rjúfa félagslega einangrun og það ætlum við að gera með því að leika okkur! Það verður því mikið lagt upp úr gömlu góðu leikjunum í bland við nýja.

Allar upplýsingar um mótið má finna í hlekk hér að ofan.

Sjáumst á landsmóti!

#leikandilandsmot
  • Æskulýðsmál

  • Viðburður

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð