Hver á að vera málsvari móður jarðar?

16. október 2018

Hver á að vera málsvari móður jarðar?

Dr. Andrés Arnalds, verkefnisstjóri og fyrrum fagmálastjóri Landgræðslunnar, flytur fyrirlestur í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kemur, 21. október, kl. 09:30. Fyrirlesturinn ber heitið: „Hver á að vera málsvari móður jarðar? – Lífsgildi, ábyrgð og umhverfisvernd.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur ávarp.

Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af norrænum biskupafundi um loftslagsvá og viðbrögð við henni, sem biskup Íslands hefur boðað til, og haldinn er um helgina.

Andrés Arnalds er doktor í vistfræði og beitarstjórnun og hefur unnið að landgræðslu og gróðurvernd um áratuga skeið. Hann hefur lagt áherslu á leiðir til að auka hlutverk þeirra sem nýta landið í verndun þess og jafnframt mikilvægi slíks starfs til að efla landlæsi, siðferði, færni og ábyrgð í umhverfisvernd. Andrés hefur lengi verið virkur í alþjóðlegu landverndarstarfi og er í fagráði Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Í erindi sínu fjallar Andrés um þá miklu ógn sem steðjar að vistkerfum jarðar og sameiginlegt hlutverk samtaka á sviði lífsgilda, trúar og landverndar í að stuðla að umhverfislega ábyrgri hegðun.

  • Auglýsing

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.