Málþing um landnytjar og búskap í Skálholti

18. október 2018

Málþing um landnytjar og búskap í Skálholti

Opið málþing um landnytjar og framtíð búskapar í Skálholti verður haldið í Skálholtsskóla þriðjudaginn 23. október og hefst það kl. 20.

Þrír stuttir fyrirlestrar verða fluttir um skógrækt til kolefnisjöfnunar og nytja, um aðstæður til búskapar og skepnuhalds og um útivist og gönguleiðir. Einar Gunnarsson, skógfræðingur, fjallar um skógræktarverkefni Kolviðar, Katrín Andrésdóttir, fv. héraðsdýralæknir, talar um aðstæður til búskapar og Finnur Kristinsson, landslagsakítekt ræðir um gönguleiðir og útivist á jörðinni.

Að málþinginu standa stjórn Skálholtsfélagsins hins nýja, stjórn Skálholts og vígslubiskupinn í Skálholti. Eftir að erindin hafa verið flutt verður tími til fyrirspurna og umræðu. Fundar- og umræðustjórar verða Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, og Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins hins nýja. Hægt verður að kaupa máltíð í Skálholtsskóla fyrir fundinn á vægu verði en á fundinum verða kaffiveitingar í boði vígslubiskups, sr. Kristjáns Björnssonar. Málþingið er opið og eru allir velkomnir.
  • Auglýsing

  • Fræðsla

  • Fræðsla

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...