Málþing um landnytjar og búskap í Skálholti

18. október 2018

Málþing um landnytjar og búskap í Skálholti

Opið málþing um landnytjar og framtíð búskapar í Skálholti verður haldið í Skálholtsskóla þriðjudaginn 23. október og hefst það kl. 20.

Þrír stuttir fyrirlestrar verða fluttir um skógrækt til kolefnisjöfnunar og nytja, um aðstæður til búskapar og skepnuhalds og um útivist og gönguleiðir. Einar Gunnarsson, skógfræðingur, fjallar um skógræktarverkefni Kolviðar, Katrín Andrésdóttir, fv. héraðsdýralæknir, talar um aðstæður til búskapar og Finnur Kristinsson, landslagsakítekt ræðir um gönguleiðir og útivist á jörðinni.

Að málþinginu standa stjórn Skálholtsfélagsins hins nýja, stjórn Skálholts og vígslubiskupinn í Skálholti. Eftir að erindin hafa verið flutt verður tími til fyrirspurna og umræðu. Fundar- og umræðustjórar verða Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, og Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins hins nýja. Hægt verður að kaupa máltíð í Skálholtsskóla fyrir fundinn á vægu verði en á fundinum verða kaffiveitingar í boði vígslubiskups, sr. Kristjáns Björnssonar. Málþingið er opið og eru allir velkomnir.
  • Auglýsing

  • Fræðsla

  • Fræðsla

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.