Þjóðkirkjan: Framtíðarsýn óskast!

24. október 2018

Þjóðkirkjan: Framtíðarsýn óskast!

Á síðustu áratugum hafa orðið stórstígar breytingar á andlegu/trúarlegu landslagi í Evrópu. Hefðbundnar þjóðkirkjur hafa nánast alls staðar tapað fyrri stöðu en þeim fjölgað sem kjósa að standa utan trúfélaga. Um leið hefur það víða gerst að hið hefðbundna fyrirkomulag á samskiptum ríkis og kirkju sem rekja má aftur í aldir hefur víða vikið fyrir þeim sjónarmiðum að ríkisvaldið eigi að vera hlutlaust með tilliti til lífsskoðana. Um leið hafa vaknað spurningar um hvernig eigi að finna stað hinum sögulega og menningarlega arfi sem sambúð ríkis og kirkju hefur getið af sér allt frá tímum Konstantínusar mikla á 4. öld.

Sama þróun hefur verið uppi á teningnum hér á landi, a.m.k. síðustu 20 árin. Það virðist vera nokkuð ljóst að kirkjuleg starfsemi á Íslandi á eftir að breytast mikið á þessari öld sem enn er ung. Erfið mál sem upp hafa komið í starfi kirkjunnar hér á landi hafa sennilega flýtt fyrir þessari þróun.

Við sem stöndum að þessum umræðufundi teljum mikilvægt að grundvallarumræða um stöðu þjóðkirkjunnar hefjist með skipulegum hætti. Þar má nefna hvernig kirkjan hyggst starfa í þessu gjörbreytta menningarlandslagi, um samskipti ríkis og kirkju og um fjármál kirkjunnar. Brýnt er að leysa í eitt skipti fyrir öll fjármálaleg samskipti við ríkið en umræða um fjármál kirkjunnar hefur verið mörgum ásteytingarsteinn.

Framsögu hafa Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju og sr. Halldór Reynisson og eru þessar spurningar lagðar til grundvallar:

Hvar erum við stödd?
Almenn þróun á Vesturlöndum
Þróunin hér heima
Hvert viljum við stefna?
Kirkjusýn
Kirkjulegt starf – hvert þarf það að þróast?
Skipulag kirkjunnar – hvernig þarf það að vera?


Áhugafólk um framtíð þjóðkirkjunnar
  • Viðburður

Ólafsfjarðarkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
08
júl.

Tvær sóttu um Ólafsfjörð

Umsóknarfrestur rann út 7. júlí
Margt fólk gengur í hjónaband þegar blómin anga og sumarsólin skín
08
júl.

Skilyrði rýmkuð

Drengskaparvottorð í stað fæðingarvottorðs
Húsavíkurkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
07
júl.

Þrjár sóttu um Húsavík

Umsóknarfrestur rann út 6. júlí