Ný stefna Lútherska heimssambandsins samþykkt

8. nóvember 2018

Ný stefna Lútherska heimssambandsins samþykkt

Evrópufundi Lútherska heimssambandsins (LWF) lauk fyrir skemmstu í Moravske Troplice í Slóvaníu þar sem fulltrúar allra aðildakirkna LWF í Evrópu komu saman til þess að ræða nýja stefnu LWF fyrir árin 2019-2023 út frá sjónarhorni Evrópu. Í leiðinni gafst tækifæri til þess að ræða stöðu lúthersku kirkjunnar í Evrópu.

Forseti Slóveníu Borut Pahor setti fundinn sem var mikilvæg viðurkenning fyrir litla minnihlutakirkju í Slóveníu. 

sr. Þuríður Björg W. Árnadóttir var fulltrúi Íslensku Þjóðkirkjunnar á fundinum.

Aðildarkirkjur LWF í Evrópu eru 41 og ná frá vestur Frakklandi, til Seríbu í austur og norður til Íslands. Staða þeirra er ólík, sumar eru stórar meirihlutakirkjur sem telja yfir 70% íbúa lands en aðrar litlar minnihlutakirkjur sem telja í einhverjum tilfellum undir 1% íbúa landsins.  

Allar eru þær að glíma við áskoranir en einnig eru tækifæri þeirra fjölmörg.

Margar eiga kirkjurnar það sameiginlegt að meðlimum þeirra hefur fækkað og staða þeirra í þjóðfélaginu veikist þar af leiðandi. Þær vinna í því að reyna að aðlaga sína þjónustu að heimi sem tekur stöðugum breytingum sem getur reynst krefjandi á sama tíma og þær reyna að halda í hefðir sínar og venjur.

Tækifærin eru þó mörg. Kirkjan hefur rödd í stórum málum sem snerta alla og margir tengja við. Má þar nefna umhverfismál, starf með flóttafólki og öðru fólki í viðkvæmri stöðu, stuðningi við syrgjendur og starf með bæði ungu fólki og eldriborgurnum svo eitthvað sé nefnt.  

Flestir þeir sem á fundinum ræddu stöðu sinnar kirkju voru sammála því að fækkun í kirkjunni hefði ekkert með þörfina fyrir henni að gera. Þörf fyrir þjónustu kirkjunnar hefur aldrei verið meiri og fækkun í kirkjunni breytir því ekki að fólk ætlast enn til þess að sú þjónusta sé alltaf til staðar. Við lifum í breyttum heimi þar sem ungt fólk upplifir frelsi og hefur ekki endilega áhuga á því að skilgreina sig eða skuldbinda sig og vill gjarnan vera utan trúfélaga þessvegna, en það hefur ekki endilega með hvorki trú þeirra né mikilvægi þjónustu kirkjunnar að gera.

Nýja stefnu Lútherska Heimssambandsins má finna á fjórum tungumálum á heimasíðu sambandsins; https://www.lutheranworld.org/content/resource-lwf-strategy-2019-2024 og eru aðildakirkjur sambandsins hvattar til þess að lesa hana og tileinka sér hana, hún er eign okkar allra.

  • Alþjóðastarf

  • Frétt

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kjörin varaforseti Lútherska Heimssambandsins

22. sep. 2023
.....sjö varaforsetar frá sjö svæðum
Skálholtsdómkirkja

Endurmenntun presta og djákna í Skálholti

22. sep. 2023
......26.-28. september
Forseti og nýkjörnir varaforsetar LWF

Ályktun Heimsþings Lútherska Heimssambandsins

21. sep. 2023
.....samþykkt í Kraków 19. september