Sýning Ingu S. Ragnarsdóttur ÁHEIT / VOTIV í Hallgrímskirkju

8. nóvember 2018

Sýning Ingu S. Ragnarsdóttur ÁHEIT / VOTIV í Hallgrímskirkju

Sýningu Ingu S. Ragnarsdóttur myndhöggvara ÁHEIT / VOTIV í forkirkju Hallgrímskirkju, lýkur með sýningarspjalli nk. sunnudag 11. nóvember kl. 16.30 og ræðir Rósa Gísladóttir myndlistarfulltrúi Listvinafélags Hallgrímskirkju þar við listakonuna.

Allir eru hjartanlega velkomnir og eru léttar veitingar í boði Listvinafélagsins.

Sýningin fjallar um það hvernig fólk hefur í aldanna rás heitið á Maríu guðsmóður og kirkjuna til þess að biðja um hjálp. Áheit eða fórnargjafir hafa verið hluti ólíkra menningarheima í aldanna rás og þær fyrstu sem vitað er um í Evrópu eru frá steinöld. Sýningin opnaði 20. maí og var framlengd til 11. nóvember. Tugþúsundir gesta hafa séð sýninguna í forkirkju Hallgrímskirkju og nýtur sýningin sín afar vel í rýminu.

Inga S. Ragnarsdóttir myndlistarmaður (f. 1955) er búsett í München, en ólst upp í Reykjavík, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Akademíuna í München, Diplóma 1987.Starfandi myndlistarmaður bæði í Þýskalandi og á Íslandi frá 1987. Hefur verið gestakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða bæði í Þýskalandi og á Íslandi.Hefur auk þess starfað sem sýningarstjóri og unnið að rannsóknum sem tengjast upphafi nútímamyndlistar í íslensku samfélagi. Efni þessara rannsókna vann hún í samstarfi við Krístínu G. Guðnadóttur listfræðing og var það gefið út 2017 í bók sem heitir Útisýningar á Skólavörðuholti 1967-1973. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar víða um heim og útilistaverk hennar eru m.a. á opinberum svæðum í München og Düsseldorf í Þýskalandi.

  • Frétt

  • Menning

  • Viðburður

  • Menning

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta