Efnalitlar fjölskyldur fá stuðning fyrir jól

29. nóvember 2018

Efnalitlar fjölskyldur fá stuðning fyrir jól

Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr nú sérstaka aðstoð við efnalitlar fjölskyldur í desember. Markmiðið er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar.

Tekið verður á móti umsóknum frá barnafjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu á skrifstofu Hjálparstarfsins, Háaleitisbraut 66 í Reykjavík, dagana 4., 5. og 6. desember kl. 11 – 15 en prestar á landsbyggðinni taka við umsóknum í heimasókn til og með 10. desember. Með umsóknum þurfa að fylgja gögn um tekjur og útgjöld frá síðustu  mánaðamótum.

Stuðningurinn tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru en þau verða gefin út eigi síðar en 19. desember næstkomandi. Fólki býðst einnig að sækja sér fatnað hjá stofnuninni og foreldrar fá efnislega aðstoð svo börnin geti fengið jólagjafir sem þau hafa sett á óskalistann.

Fólk sem hefur fengið Arion inneignarkort í matvöruverslunum hjá Hjálparstarfinu á árinu sem er að líða getur sótt um aðstoð fyrir jól á vefsíðu Hjálparstarfsins www.help.is til og með 14 desember.

Á svæðum þar sem önnur hjálparsamtök eru að störfum einskorðar Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðina við barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör. Þar sem Hjálparstarfið er eitt að störfum er einstaklingum einnig veitt sérstök aðstoð fyrir jól. Gott samstarf um jólaaðstoð er milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu, í Árnessýslu, á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Alls nutu 1304 fjölskyldur eða um 3500 einstaklingar um land allt aðstoðar fyrir síðustu jól. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar veita styrki til stafsins ár hvert og vinnuframlag sjálfboðaliða við skráningu umsókna fyrir jól er jafnframt ómetanlegt. 

Nánari upplýsingar: Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs, vilborg@help.is, sími 5284403.

  • Frétt

Matur.jpg - mynd

Hjálpumst að heima og heiman

04. des. 2024
...árleg jólasöfnun Hjálparstarfsins
HAìDEGISTOìNLEIKAR copy.png - mynd

Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?

03. des. 2024
...hádegistónleikar í Hallgrímskirkju
Prestur og biskup Íslands

Gamalli hefð haldið við

02. des. 2024
...messa í Háskólakapellunni á fullveldisdaginn