Hátíðarmessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember

29. nóvember 2018

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember

Hátíðarmessa verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember n.k. í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands.

 

Biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir predikar, prestar kirkjunnar, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Kári Þormar, dómorganisti, stýrir tónlistarflutingi og Dómkórinn syngur.

 

Af þessu tilefni hefur sr. Hjálmar jónsson ort sálm: Hundrað ár og verður hann frumfluttur í messunni við lag eftir Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáld.

 

Einnig verður frumflutt lag Hildigunnar við ljóðið Fjöregg eftir Magneu J. Mattthíasdóttur, auk annarrar tónlistar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

 

Að messu lokinni verður boðið uppá kaffi í safnaðarheimilinu Dómkirkjunnar.

 

Messunni verður útvarpað.

 

Allir velkomnir.
  • Frétt

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...