Hátíðarmessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember

29. nóvember 2018

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember

Hátíðarmessa verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember n.k. í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands.

 

Biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir predikar, prestar kirkjunnar, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Kári Þormar, dómorganisti, stýrir tónlistarflutingi og Dómkórinn syngur.

 

Af þessu tilefni hefur sr. Hjálmar jónsson ort sálm: Hundrað ár og verður hann frumfluttur í messunni við lag eftir Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáld.

 

Einnig verður frumflutt lag Hildigunnar við ljóðið Fjöregg eftir Magneu J. Mattthíasdóttur, auk annarrar tónlistar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

 

Að messu lokinni verður boðið uppá kaffi í safnaðarheimilinu Dómkirkjunnar.

 

Messunni verður útvarpað.

 

Allir velkomnir.
  • Frétt

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð