Hátíðarmessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember

29. nóvember 2018

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember

Hátíðarmessa verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. desember n.k. í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands.

 

Biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir predikar, prestar kirkjunnar, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Kári Þormar, dómorganisti, stýrir tónlistarflutingi og Dómkórinn syngur.

 

Af þessu tilefni hefur sr. Hjálmar jónsson ort sálm: Hundrað ár og verður hann frumfluttur í messunni við lag eftir Hildigunni Rúnarsdóttur tónskáld.

 

Einnig verður frumflutt lag Hildigunnar við ljóðið Fjöregg eftir Magneu J. Mattthíasdóttur, auk annarrar tónlistar. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu.

 

Að messu lokinni verður boðið uppá kaffi í safnaðarheimilinu Dómkirkjunnar.

 

Messunni verður útvarpað.

 

Allir velkomnir.
  • Frétt

Valþjófsstaðarkirkja

Passíusálmarnir sungnir við gömlu lögin

31. mar. 2023
..........í Egilsstaðaprestakalli
Ingibjörg Jóhannsdóttir

Ingibjörg Jóhannsdóttir ráðin

30. mar. 2023
....djákni í Austfjarðarprestakalli
Páskaliljur í glugga á Fáskrúðsfirði-mynd sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir

Þjónusta kirkjunnar þegar áföll verða

30. mar. 2023
.......prestar á Austurlandi á vaktinni