Íslenski söfnuðurinn í Noregi gleðst yfir ráðningu nýs prests

10. janúar 2019

Íslenski söfnuðurinn í Noregi gleðst yfir ráðningu nýs prests

Auglýst er nú laus staða prests hjá íslenska söfnuðinum í Noregi. Um 7000 Íslendingar sem skráðir eru í þjóðkirkjuna eru búsettir í Noregi og þar hefur lengi vel verið öflugt safnaðarstarf. Umsóknarfrestur er til 21. janúar og hægt er að lesa meira um stöðuna hér.

Rúnar Sigríksson, formaður safnaðarnefndarinnar í Noregi, segir mikilvægt að ráðið sé í stöðuna og jafnframt að það finnist góður prestur sem geti þjónað söfnuðinum vel.

„Það er náttúrulega þannig að við erum söfnuður og án prests náum við ekki að skila því hlutverki sem okkur er ætlað,“ segir Rúnar. „En það er einnig mjög mikilvægt að finna hæfan einstakling sem getur reynst okkur dýrmætur starfskraftur til framtíðar við frekari uppbyggingu á safnaðarstarfinu. Við leitum eftir einstakling með mikla útgeislun og færni í mannlegum samskiptum sem á auðvelt með að ná til fólks og getur stuðlað að enn betra samfélag meðal okkar Íslendinga sem búsettir eru í Noregi”.

Söfnuðurinn hefur háleit markmið fyrir framtíðina og Rúnar segir að ráðist hafi verið í endurskipulagningu á starfi safnaðarins á landsvísu og stefnt er að því að leggja meiri metnað í starfsemina utan höfuðborgarinnar.

„Eins og er þá hefði starfið sem slíkt geta hafa verið miklu öflugra. Starfsemin hefur verið mest í kringum Ósló en við þurfum að sinna landsbyggðinni betur. Okkar stærsta markmið er að byggja upp enn betra og skilvirkara samfélag, skapa aukinn tækifæri og hvetja fólk til virkrar þátttöku á sem flestum sviðum.“

Hjá mörgum Íslendingum erlendis skipar safnaðarstarfið veigamikinn sess í lífi fólks. Auk þess að vera staður til að iðka trú sína þá bíður starfið upp á vettvang fyrir samlanda til að koma saman og rækta tengslin við móðurlandið.

„Sérstaða safnaðarins í Noregi er hið einstaka tækifæri á að vera sameiningartákn meðal Íslendinga í Noregi og drifkraftur til að skapa enn fleirri samverustundir meðal okkar fólks. Eitt helsta markmið safnaðarstarfsins er að standa vörð um íslenska menningu og bera fram þau góðu gildi sem kristni boðar og hafa þau að leiðarljósi í allri starfsseminni.“

Eins og fyrr var nefnt er umsóknarfrestur um starfið fram til 21. janúar og stefnt er á að klára ráðningarferlið með vorinu.
  • Frétt

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall