Sunnudagaskólinn hefst á sunnudaginn

11. janúar 2019

Sunnudagaskólinn hefst á sunnudaginn

Nú á sunnudaginn hefst sunnudagaskólinn á nýju ári. Nokkrar kirkjur gátu þó ekki beðið og hófu leikin í síðustu viku. Það er líf og fjör í sunnudagaskólanum, þar eru sagðar biblíusögur, sungið, föndrað, horft á leikrit og stundum er sýnt myndband.
Ýmsar persónur koma við sögu í myndböndunum í sunnudagaskólanum t.d. Nebbi nú, Tófa, Hafdís og Klemmi og fleiri. Þennan vetur höfum við einbeitt okkur að sögum af Jesú og næsta sunnudag er saga af kraftaverki. Sunnudagaskóli er í boði í mörgum kirkjum landsins og um að gera að kanna hvað er í boði.

 


Myndir með frétt

  • Frétt

Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni
Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember