„Framtíðarsýn óskast“ – málfundur um samband ríkis og kirkju

8. apríl 2019

„Framtíðarsýn óskast“ – málfundur um samband ríkis og kirkju

Hvernig eiga samskipti ríkis og kirkju að vera nú á 21. öld? Á að skilja þar alveg á milli – eða eiga tengslin að vera óbreytt? Hvernig tengist þetta umræðu um trúfrelsi og réttindi fólks til ólíkra lífskoðana – og hvað með sögu og menningararf? Hvað með ræktun andlegs lífs?

Fimmtudaginn 11. Kl. 12 verður málfundur í röðinni „Framtíðarsýn óskast“ um samband ríkis og kirkju haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju. Málshefjendur eru dr. Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu  og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.

Fundurinn er opinn áhugafólki en hægt er að kaupa súpu og brauð á staðnum.

 

  • Frétt

Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember
Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn