Organisti og kórstjóri óskast í Eyjafjarðarsveit

3. maí 2019

Organisti og kórstjóri óskast í Eyjafjarðarsveit

Laus er 50% staða organista og kórstjóra í Eyjafjarðarsveit, Laugalandsprestakalli, frá og með 1. október 2019 
 
Sóknarnefndir í Laugalandsprestakalli óska eftir að ráða organista og kórstjóra sem þjónustar fimm kirkjur. Sameiginlegur kór fimm sókna telur 40 manns og er starf hans fjölbreytt og metnaðarfullt.

Um er að ræða 50% starf. Óskað er eftir að viðkomandi hafi kirkjutónlistarmenntun, reynslu af tónlistarstarfi við kirkju, hafi leiðtogahæfileika og geti unnið með breiðum aldurshópi. 


Í Grundarkirkju er sérsmíðað sjö radda pípuorgel smíðað árið 2014 af hollenska orgelsmiðnum Klop. Kirkjukórinn æfir í Tónlistarhúsinu Laugarborg. Fjölbreytt tónlistarstarf fer fram í sveitinni. Fyrir utan kirkjukórinn er þar starfræktur karlakór og 
öflugt tónlistarstarf er einnig innan veggja bæði Hrafnagilsskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar en þeir eru í góðu samstarfi. Miklir möguleikar eru á starfi við kennslu við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. 


Nánari upplýsingar veita formaður Möðruvallarsóknar, Guðmundur Óskarsson í síma 894-5759 eða gso72@simnet.is, og formaður Grundarsóknar, Hjörtur Haraldsson í síma 894-0283. 


Umsóknum ásamt námsferilsyfirliti, afritum af prófskírteinum, upplýsingum um starfsreynslu og meðmælum skal skila til formanns Möðruvallarsóknar á netfang gso72@simnet.is. Laun eru greidd skv. kjarasamningi FÍH. Umsækjendur skulu einnig 
fylla út eyðublað sem hægt er að nálgast hér.  
 

Umsóknarfrestur er til 3. júní 2019 
 
Sóknarnefndir Grundarkirkju, Hólakirkju, Munkaþverárkirkju, Möðruvallarkirkju og Saurbæjarkirkju.

 
  • Frétt

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut