Kross á Esju

13. maí 2019

Kross á Esju

Krossinn á Kerhólakambi

Esjan blasir við Reykvíkingum og er fjall þeirra. Tilkomumikil og um hana hafa menn ort og sungið, málað og myndað.

Með vorinu lifnar hressilega yfir öllu útvistarfólki. Og það horfir til fjalla.

Vinsæl gönguleið á Esju er ekki bara upp að svokölluðum Steini á Þverfellshorni heldur og upp á Kerhólakamb.

Leiðin upp á Kerhólakamb er erfiðari heldur en upp að Steini. Farið er upp frá Esjubergi, þar sem útialtarið er langt komið, minnismerki um hina fyrstu kirkju á Íslandi eftir því sem sagnir herma. Innan tíðar mun rísa upp úr altarinu um tveggja metra hár keltneskur kross.

En þegar fólk kemur upp á Kerhólakambinn blasir ekki aðeins við allt höfuðborgarsvæðið heldur einnig kross þar uppi sem horfir mót borginni. Þessi kross hefur staðið þarna lengi og mun innan tíðar eignast nágranna sem er krossinn á útialtarinu. Ekki er kross þessi úr gulli né steini heldur hefur honum verið komið upp að því er virðist í flýti úr ýmsum efnum. En hann stendur þó fyrir sínu og ferðamenn hlúa að honum ef hann er farinn að hallast á hliðina. Margir þeirra líta á hann sem verndarkross í göngunni upp á Kerhólakamb Esju.

Tíðindamaður kirkjan.is fékk þær upplýsingar hjá alvönum fjallagarpi að kross þessi þætti undur út af fyrir sig vegna þess að hann hefur staðið af sér veður um langan tíma.

Myndirnar tók fjallagarpurinn og eru þær birtar með leyfi hans.

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fræðsla

Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra
Prestar og djáknar 2024

Presta- og djáknastefnan var sett í gær

17. apr. 2024
...í Stykkishólmi