Snör handtök söngmálastjóra

21. maí 2019

Snör handtök söngmálastjóra

Margrét Bóasdóttir

Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, hefur í mörgu að snúast.

Fyrir nokkru kom hún með Kvennakór Háskóla Íslands í Hólmsheiðarfangelsið. Sungu þær falleg lög fyrir fangana og vöktu mikla hrifningu og þakklæti.

Þegar Margrét sá að ekkert hljóðfæri var í eigu fangelsisins sagði hún strax ákveðið að úr þessu þyrfti að bæta. Svona gengi þetta ekki.

Nokkru síðar hafði hún samband og sagðist geta útvegað píanó úr dánarbúi nokkru. Þyrfti aðeins nokkra fílhrausta menn til að flytja það ofan af fjórðu hæð og í Hólmsheiðina. Fyrir þetta var þakkað og píanóið sótt við fyrsta tækifæri. Nú sómir það sér vel í Hólmsheiðarfangelsinu og þökk sé söngmálastjóra þjóðkirkjunnar fyrir ötula og snara framgöngu.

Píanóið er danskt, frá firmanu Herm. N. Petersen & Søn, og er frá 1845. Fallegur gripur og traustur. Margir snillingar ku hafa leikið á það.

Það mun koma sér vel þegar helgar stundir eru hafðar um hönd í fangelsinu og eins þá kórar og aðrir listamenn koma í heimsóknir.

Fangelsisyfirvöld flytja söngmálastjóra kærar þakkir fyrir vasklega framgöngu í þágu fangelsisins og listarinnar.

Þess má geta að píanó í eigu Kvíabryggjufangelsisins kom þangað fyrir tilstilli fyrrum söngmálastjóra, Hauks Guðlaugssonar. Píanóið á Litla-Hrauni kom þangað fyrir milligöngu sr. Gunnars Björnssonar.

 

  • Frétt

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...