Afleysingar og önnur störf

23. maí 2019

Afleysingar og önnur störf

kirkjan.is

Þegar prestar fara í námsleyfi eða önnur leyfi þarf einhver að leysa þá af.

Nýlega var sr. Úrsúla Árnadóttir ráðin til að leysa af í Þingeyrarklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, en síðastliðinn vetur hefur hún þjónað sem prestur fatlaðra. Mun hún leysa sr. Sveinbjörn R. Einarsson sóknarprest sem fer í námsleyfi í haust.

Sr. Bolli Pétur Bollason var ráðinn í afleysingar í Tjarnarprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi í námsleyfi dr. Kjartans Jónssonar. Sr. Bolli Pétur hefur fengið lausn frá Laufásprestakalli frá 31. ágúst n.k. en sr. Arnór Bjarki Blomsterberg verður settur sóknarprestur í Tjarnarprestakalli.

Sunnudaginn 26. maí verður Inga Harðardóttir, Mag. theol., vígð til þjónustu við íslenska söfnuðinn í Noregi.

Inn á vef kirkjunnar undir liðnum „Laus störf“, er auglýst laust prestsembætti í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyrarprestakalli. Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. júní n.k.

Þá er auglýst laust til umsóknar embætti prests í hálft starf í Langholtskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 5. júní n.k.
Biskupsstofa auglýsir eftir mannauðsstjóra og er umsóknarfrestur til 5. júní n.k. Sjá nánar um þá auglýsingu: Mannauðsstjóri Biskupsstofu

Á næstunni verða auglýst embætti í Austurlandsprófastsdæmi, Vesturlandsprófastsdæmi og Reykjavíkur prófastsdæmi vestra.

  • Embætti

  • Frétt

  • Umsókn

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.