Afleysingar og önnur störf

23. maí 2019

Afleysingar og önnur störf

kirkjan.is

Þegar prestar fara í námsleyfi eða önnur leyfi þarf einhver að leysa þá af.

Nýlega var sr. Úrsúla Árnadóttir ráðin til að leysa af í Þingeyrarklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, en síðastliðinn vetur hefur hún þjónað sem prestur fatlaðra. Mun hún leysa sr. Sveinbjörn R. Einarsson sóknarprest sem fer í námsleyfi í haust.

Sr. Bolli Pétur Bollason var ráðinn í afleysingar í Tjarnarprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi í námsleyfi dr. Kjartans Jónssonar. Sr. Bolli Pétur hefur fengið lausn frá Laufásprestakalli frá 31. ágúst n.k. en sr. Arnór Bjarki Blomsterberg verður settur sóknarprestur í Tjarnarprestakalli.

Sunnudaginn 26. maí verður Inga Harðardóttir, Mag. theol., vígð til þjónustu við íslenska söfnuðinn í Noregi.

Inn á vef kirkjunnar undir liðnum „Laus störf“, er auglýst laust prestsembætti í Langanes- og Skinnastaðaprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyrarprestakalli. Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. júní n.k.

Þá er auglýst laust til umsóknar embætti prests í hálft starf í Langholtskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 5. júní n.k.
Biskupsstofa auglýsir eftir mannauðsstjóra og er umsóknarfrestur til 5. júní n.k. Sjá nánar um þá auglýsingu: Mannauðsstjóri Biskupsstofu

Á næstunni verða auglýst embætti í Austurlandsprófastsdæmi, Vesturlandsprófastsdæmi og Reykjavíkur prófastsdæmi vestra.

  • Embætti

  • Frétt

  • Umsókn

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kjörin varaforseti Lútherska Heimssambandsins

22. sep. 2023
.....sjö varaforsetar frá sjö svæðum
Skálholtsdómkirkja

Endurmenntun presta og djákna í Skálholti

22. sep. 2023
......26.-28. september
Forseti og nýkjörnir varaforsetar LWF

Ályktun Heimsþings Lútherska Heimssambandsins

21. sep. 2023
.....samþykkt í Kraków 19. september