Sóknarpresturinn er hetja í Breiðholti

24. maí 2019

Sóknarpresturinn er hetja í Breiðholti

Þú ert hetja sr. Guðmundur Karl

Breiðhyltingar hafa tilnefnt undanfarin tvö ár einstaklinga, hópa, félög eða fyrirtæki sem hafa á einhvern hátt verið til fyrirmyndar eða haft jákvæð áhrif á hverfið og hverfisandann.

Tilgangurinn er að þakka viðkomandi fyrir framlag til hverfisins og jafnframt að efla félagsauðinn í Breiðholti. Þau sem fá þessa viðurkenningu kallast hetjur Breiðholts.

Í þetta sinn voru 16 aðilar tilnefndir og fengu viðurkenningarskjal af því tilefni þar sem segir: Þú ert hetja. Í þeim hópi var sóknarpresturinn í Hólabrekkuprestakalli, sr. Guðmundur Karl Ágústsson.

Sr. Guðmundur hefur verið sóknarprestur í Breiðholti í 32 ár. Áður þjónaði hann Ólafsvíkurprestakalli í sjö ár.

Hann hefur haft forystu í kirkjustarfi safnaðarins ásamt vösku samstarfsfólki sínu. Starfið hefur verið fjölbreytilegt og stöðugt, æskulýðsstarf, unglingastarf og starf fyrir eldri borgara. Bryddað hefur verið upp á nýjungum eins og karlakaffi síðasta föstudag hvers mánaðar. Alltaf er einhverjum gesti boðið sem ræðir við karlahópinn og verða oft fjörlegar umræður, og sér í lagi ef gesturinn er úr röðum eldri stjórnmálamanna sem kemur fyrir. Þessi nýjung hefur gefið góða raun. Kaffistundir þessar hafa verið vel sóttar og ekki aðeins af sóknarkörlum úr Fella- og Hólasókn heldur og körlum úr öðrum sóknum.

Fella-og Hólakirkja er vönduð bygging og falleg. Prýdd steindum gluggum eftir Leif Breiðfjörð, glerlistamann. Messuskrúði er hannaður af Sigríði Jóhannesdóttur, textílhönnuð. Í kirkjunni eru að jafnaði átta starfsmenn að störfum. Kirkjan var reist fyrir tvær sóknir á sínum tíma sem þótti nýlunda og hefur reynst mikið gæfuspor. Hún var vígð 1988. Sóknirnar tvær voru sameinaðar árið 1987 í Hólabrekkuprestakall. Svo getur farið að prestakallið stækki og taki breytingum því að Breiðholtssókn og Fella- og Hólasókn hafa óskað eftir því við biskupafund að flutt verði á næsta kirkjuþingi tillaga um að prestaköllin tvö verði sameinuð í eitt.

Íbúar Hólabrekkuprestakalls eru um 9000 og þar af er um helmingur skráður í þjóðkirkjuna. Þó nokkur fjöldi nýbúa býr í prestakallinu og tilheyra margir þeirra kaþólsku kirkjunni.

Heimasíða Fella- og Hólakirkju er: Fella og Hólakirkja

  • Frétt

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Sr. Þuríður Björg fyrir miðri mynd-mynd LWF/Albin Hillert

Undirbúningsfundur fyrir Heimsþing Lútherska heimssambandsins

24. mar. 2023
.....viðtal við sr. Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur
Hin mörgu andlit kirkjunnar

Þjóðkirkjan er aðili að mörgum alþjóða samtökum

23. mar. 2023
......meira um samkirkjumál
Hlaupið að bjöllunni

Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

22. mar. 2023
....krakkar frá Reyðarfirði unnu