#trashtag og gæludýrablessun

24. maí 2019

#trashtag og gæludýrablessun

#trashtag

Laugardaginn 25. maí ætlar Grafarvogskirkja að skora á alla Grafarvogsbúa að fara út og plokka og taka þátt í #trashtag áskoruninni á Instagram.

Hún fer þannig fram að fólk tekur ,,fyrir” mynd af ruslinu áður en það byrjar að plokka, og ,,eftir” mynd af sér með ruslinu í poka, og setur á Instagram undir myllumerkjunum #trashtag og #grafarvogskirkja. Undanfarið hefur farið fram markviss vinna í söfnuðinum í umhverfismálum og #trashtag áskorunin er hluti af þeirri vinnu.

Áskorunin er hluti af þátttöku Grafarvogskirkju í Grafarvogsdeginum sem er á sunnudaginn, en kirkjan hefur tekið þátt í deginum frá upphafi með ýmsu móti. Fyrir ári síðan var boðið upp á gæludýrablessun í Kirkjuselinu í Spöng og þátttakan var þó nokkur.

Í ár verður aftur boðið upp á gæludýrablessun laugardaginn 25. maí kl. 13 í Kirkjuselinu í Spöng. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir stundina og Hákon Leifsson leikur undir söng.

Öll gæludýr eru velkomin ásamt eigendum og munu fá fyrirbæn og blessun.

  Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir standa vaktina
  20
  júl.

  Þau standa vaktina

  ...villtur lax úr Hvítá og nýjar íslenskar kartöflur...
  Dr. Munib Younan og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup
  19
  júl.

  Málþing á morgun í Skálholti

  ...að leysa ágreining, koma á friði og vinna að sáttargjörð
  Hellnakirkja - listsýning og viðgerð
  19
  júl.

  Þegar kirkja gliðnar

  ...enginn sannkristinn maður vill að guðshúsið hlaupi út undan grunni sínum og í sjó fram.