Öflugt starf ÆSKÞ

28. maí 2019

Öflugt starf ÆSKÞ

Stjórn ÆSKÞ

Ný stjórn ÆSKÞ kom saman sinn fyrsta fund 20. maí s.l. Mörg mál bíða hennar eins og við er að búast. Það sem hún fæst nú einkum við er undirbúningur landsmóts og þátttaka í gleðigöngunni.

Landsmót ÆSKÞ er haldið árlega í lok október og hundruð ungmenna sækja það.

En hvað er ÆSKÞ?

ÆSKÞ stendur fyrir Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar og starfar um land allt innan kirkjunnar. Markmið ÆSKÞ eru nokkur. Þar má fyrst nefna að veita ungu fólki tækifæri til að taka þátt í æskulýðsstarfi þar sem boðskapur kristinnar trúar er í öndvegi. Sambandið leggur upp með að efla æskulýðsstarf fyrir nokkuð breiðan aldurshóp, frá 6 ára aldri og til þrítugs. Starfsfólk og sjálfboðaliðar í barna og unglingastarfi fá vettvang fyrir fræðslu og samfélag innan ÆSKÞ. Öllum þeim sem starfa að æskulýðsmálum innan þjóðkirkjunnar er veitt ráðgjöf um hvernig starfi skuli háttað og auk þess er unnið að ýmsum sameiginlegum verkefnum. ÆSKÞ er málsvari fyrir ungt fólk og kristileg æskulýðsstarf innan kirkju sem utan. Leitast er við að koma um kring kynnum íslenskra ungmenna við ungt fólk í kirkjustarfi útlöndum. Þá er unnið að ýmsum verkefnum þar samkirkjulegum og þvertrúarlegum anda.

Formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar er Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju, Daníel Ágúst Gautason, ritari, hann er æskulýðsfulltrúi Grensáskirkju, Katrín Helga Ágústsdóttir, gjaldkeri, hún er æskulýðsleiðtogi í Neskirkju. Meðstjórnendur eru sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, héraðsprestur, og Sigurður Óskar Óskarsson, æskulýðsfulltrúi Seltjarnarneskirkju.

Heimasíða ÆSKÞ er: aeskth.is

ÆSKÞ er aðili að Euroepan Fellowship of Christian Youth (EF). Það eru samtök 18 aðildarfélaga víðsvegar um Evrópu sem vinna sameiginlega að markmiðum samtakanna. Sjá: europeanfellowship.com

Sjá einnig hér nánar um nýjan formann ÆSKÞ, Jóhönnu Ýr: Sunnlendingur vikunnar

  • Æskulýðsmál

  • Alþjóðastarf

  • Frétt

  • Samstarf

Hlaupið að bjöllunni

Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

22. mar. 2023
....krakkar frá Reyðarfirði unnu
Ólafsfjarðarkirkja og safnaðarheimili

Hún sótti um

21. mar. 2023
.......Ólafsfjörð
Lesið úr ritningunni í fjósi

Kirkjan til fólksins og kúnna

20. mar. 2023
.....messa í fjósi í Hreppunum