Sumarmessur á Rás 1

28. maí 2019

Sumarmessur á Rás 1

Útvarpsmessur í sumar

Dagana 25.-26. maí voru hljóðritaðar 6 messur í Húsavíkurkirkju. Þetta er fimmta sumarið sem Ríkisútvarpið hljóðritar messur safnaða á landsbyggðinni og hefur þetta verkefni mælst vel fyrir bæði hjá útvarpshlustendum og þátttakendum sem voru í þetta sinn um eitt hundrað talsins.

Húsavíkurkirkja varð fyrir valinu sem upptökustaður og var öllum boðið að sækja messu tvisvar á laugardag og fjórum sinnum á sunnudag. Fjölmennur hópur presta, organista, lesara og kirkjukóra hefur lagt á sig mikla vinnu við undirbúning og ánægjuleg samvinna smærri kirkjukóra hefur skapað stærri heild og möguleika til að flytja metnaðarfyllri tónlist.

Hægt verður að njóta þess að hlýða á messur á Rás 1 sem hér segir:

23. júní Messa úr Laufásprestakalli. Prestur sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, organisti Petra Björk Pálsdóttir. Kórar Laufás-, Grenivíkur- og Svalbarðsstrandarkirkju syngja.

30. júní Messa úr Grenjaðarstaðarprestakalli. Prestur sr. Þorgrímur Daníelsson, organisti Jaan Alavere. Kórar Grenjaðarstaðar-, Einarsstaða-, Nes- og Þóroddstaðakirkju syngja.

7. júlí Messa úr Skútustaðaprestakalli. Prestur sr. Örnólfur J. Ólafsson, organisti Ilona Laido. Kór Reykjahlíðar- og Skútustaðakirkju syngur.

14. júlí Messa úr Skinnastaðaprestakalli. Prestur sr. Jón Ármann Gíslason, organisti Valmar Valjaots, kórstjóri Stefanía Sigurgeirsdóttir. Kórar Raufarhafnar-, Snartastaða-, Skinnastaðar- og Garðskirkju syngja. Einsöngvari: Hildur SIgurðardóttir.

21. júlí Messa úr Langanesprestakalli. Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir, organisti og flautuleikari Louise Price, píanó Ana Svetel, kórstjóri Margrét Bóasdóttir.
Kór Langanesprestakalls ásamt félögum úr fleiri kirkjukórum syngja.

4. ágúst Messa úr Húsavíkurprestakalli. Prestur sr. Sighvatur Karlsson, organisti Ilona Laido. Kór Húsavíkurkirkju syngur.

Upptökumaður Ríkisútvarpsins var Einar Sigurðsson og Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar annaðist skipulagningu og umsjón.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af þátttakendum að lokinni upptöku.

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Angela og Bylgja Dís við myndir Angelu

Kyrrðarlyklar komnir út

29. nóv. 2023
......fjölmenni í útgáfuhófi í Kirkjuhúsinu
Eldri bæjarbúar.jpg - mynd

Hádegisverður fyrir eldri borgara í Seltjarnarneskirkju

29. nóv. 2023
.....Elín Hirst sagði frá afa sínum og Magnús Jochum las ljóð
Kertaljós 3.jpg - mynd

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur

27. nóv. 2023
.......í Háteigskirkju 30. nóvember kl. 20:00