Kirkjulistahátíð 2019

29. maí 2019

Kirkjulistahátíð 2019

Kirkjulistahátíð

Laugardaginn 1. júní verður Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju sett. Þetta er 15da hátíðin og eins og fyrr er dagskráin afar fjölbreytt og metnaðarfull. Fjögur ár eru liðin frá því að hátíðin var haldin síðast. Tvö hundruð listamenn koma fram og þar af eru tuttugu útlendir. Hátíðin stendur til 10. júní.

Nýtt tónverk, óratóría, eftir Hafliða Hallgrímsson verður frumflutt á hátíðinni. Ber það nafnið Mysterium og er nafn þess jafnframt yfirskrift hátíðarinnar: „Mysterium – Gjafir andans.“ Verkið er samið fyrir kóra Hallgrímskirkju, Mótettukórinn og Schola cantorum, hljómsveit með orgeli og hörpu og fjóra einsöngvara. Það er tileinkað Herði Áskelssyni og Listvinafélagi Hallgrímskirkju. Hörður hefur verið potturinn og pannan í undirbúningi listahátíðarinnar frá upphafi. Þá verður einnig frumflutt nýtt verk eftir Sigurð Sævarsson. Er það kantata og frumflutningur verður á annan hvítasunnudag.

En það er ekki bara fjölbreytileg tónlist sem prýðir hátíðina heldur og myndlist. Listaverk eftir Finnboga Pétursson, myndlistarmann, verður til sýnis á hátíðinni. Það er verk sem sjá má í forkirkjunni en teygir sig svo út í Ásmundarsal á Skólavörðuholtinu. Listaverkið er samspil mynda og hljóðs. Tónleika- og myndlistaspjall fer fram í kaffihúsi Ásmundarsals. Gestir og gangandi geta þar rætt við listamennina um verk þeirra.

Lokatónleikar Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju fara fram 10. júní kl. 17.00. Þá verða fluttar þrjár hvítasunnukantötur undir yfirskriftinni: Eilífðareldur, uppspretta ástar.

Framkvæmdastjóri Kirkjulistahátíðarinnar er Inga Rós Ingólfsdóttir en listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Enginn aðgangseyrir er á 13 viðburði af 20.

Heimasíðu Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju er að finna hér: Kirkjulistahátíð

Á heimasíðunni er að finna dagskrá hátíðarinnar.

Óhætt er að segja að enginn verður svikinn af þessari glæsilegu hátíð!

  • Frétt

  • Menning

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...