Biskup á rafbíl

31. maí 2019

Biskup á rafbíl

Biskup á rafmagnsbíl

Umhverfismálin eru mál málanna í dag. Kirkjan hefur látið þau mál sig miklu skipta. Ályktað hefur verið um umhverfismál á kirkjuþingi og nú síðast á Prestastefnu 2019 þar sem meðal annars var hvatt til þess að kirkjustjórnin, sóknir og prestar, stigju skref til orkuskipta í samgöngum.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur nú þegar brugðist við og ekur um á rafbíl. Hún lætur vel af bílnum og aksturseiginleikum hans.

Mikil aukning hefur orðið á notkun rafbíla og hlutfall þeirra í bílaflota landsmanna fer nú ört stækkandi. Það mun vera nú um þrjú prósent. Nú eru um tíu þúsund rafbílar í bílaflota landsmanna.

Sjá ályktun Prestastefnu 2019 um umhverfismál og fleira: 

Störf Prestastefnu Íslands 2019
  • Biskup

  • Forvarnir

  • Frétt

  • Biskup

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...