Fæðingarafmæli sr. Péturs Sigurgeirssonar

31. maí 2019

Fæðingarafmæli sr. Péturs Sigurgeirssonar

Pétur Sigurgeirsson biskup

Sunnudaginn 2. júní verður þess minnst í Seltjarnarneskirkju að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu sr. Péturs Sigurgeirssonar, biskups.

Hann fæddist hinn 1. júní 1919 á Ísafirði og lést 2010.

Sr. Pétur var prestur á Akureyri og þjónaði meðal annars Grímsey sem tilheyrði Akureyrarprestakalli á sínum tíma.

Hann var kjörinn vígslubiskup í Hólabiskupsumdæmi 1969 og biskup Íslands 1981 og lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1989. Kona hans var Sólveig Ásgeirsdóttir (1926-2014).
Hirðisbréf hans, Kirkjan öllum opin, kom út árið 1986.

Sr. Pétur vígði Seltjarnarneskirkju fyrir 30 árum, 1989.

Á fræðslumorgni í Seltjarnarneskirkju á sunnudaginn mun sr. Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur, minnast sr. Péturs og segja frá kynnum sínum af honum.

Messa hefst svo í Seltjarnarneskirkju kl. 11.00 og mun dr. Pétur Pétursson, prófessor, sonur sr. Péturs, prédika. Afkomendur sr. Péturs munu lesa ritningarlestra en sóknarpresturinn, sr. Bjarni Þór Bjarnason, þjónar fyrir altari.

Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir leika á selló og fiðlu. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir.

Eftir messu verður boðið upp á kaffiveitingar og spjall í safnaðarheimilinu.

Í tilefni þessara tímamóta hafa börn sr. Péturs biskups gefið út bókina Lifandi vitund, sem hefur að geyma valdar prédikanir og ávörp eftir kennimenn þriggja kynslóða úr sömu fjölskyldunni en þeir eru í aldursröð: sr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup, og sonur hans, sr. Pétur biskup, og sonur hans dr. Pétur prófessor. Bókaforlagið Reykir í Hveragerði, gefur út.

  • Biskup

  • Frétt

  • Messa

  • Viðburður

  • Biskup

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta