Söguleg tímamót

31. maí 2019

Söguleg tímamót

Fossvogsprestakall

Í gær fóru fram tvær sögulegar guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Ekki vegna þess að það væri uppstigningardagur eða dagur eldri borgara í kirkjunni heldur vegna þess að tvö prestaköll eru að kveðja. Bústaðaprestakall og Grensásprestakall sameinast frá og með morgundeginum, 1. júní, í eitt, Fossvogsprestakall.

Sr. María Ágústsdóttir rifjaði upp sögu Grensássafnaðar í stuttu máli við síðustu guðsþjónustuna í Grensásprestakalli en það var stofnað fyrir 55 árum, árið 1964.

Bústaðaprestakall var stofnað 1952.

Sr. Pálmi Matthíasson sagði í upphafi síðustu guðsþjónustunnar í Bústaðaprestakalli að þetta væri sérstök stund og tímamót.

Bústaðasókn og Grensássókn verða áfram til. Sr. Pálmi greindi frá því að guðsþjónustur yrðu í Bústaðasókn í sumar að kvöldi til, kl. 20.00, en í Grensássókn kl. 11.00.

Samþykkt var á kirkjuþingi 2018 að þessi prestkallasameining færi fram. Breytingin er hluti af nýskipan prestakalla í landinu. Markmiðið er að hafa sem fæst einmenningsprestaköll.

Hinn 1. janúar 2018 var íbúafjöldi í Bústaðasókn, Bústaðaprestakalli, 7.358 og í Grensássókn, Grensásprestakalli, 6.715. Samtals er íbúafjöldi í hinu nýja Fossvogsprestakalli 14.073 samkvæmt fyrrnefndri dagsetningu. Íbúum mun eflaust fjölga í kjölfar þéttingar byggðar.

Sr. Pálmi verður sóknarprestur í hinu nýja prestakalli og auk hans munu starfa þar tveir prestar. Þá er einnig starfandi djákni í Bústaðasókn.

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Siglufjarðarkirkja - bekkir verða vel setnir í dag þegar nýja hljóðkerfið verður tekið í notkun
31
maí

Vegleg gjöf

Tvöföld hátíð
Hvítasunnudagur.jpg - mynd
31
maí

Gleðilegan hvítasunnudag!

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er...
Lágafellskirkja - á morgun verða þar þrjár fermingarguðsþjónustur
30
maí

Helgihald tekur kipp

Allt er að koma til baka