Strákafjör í Akureyrarkirkju

1. júní 2019

Strákafjör í Akureyrarkirkju

Strákafjör í Akureyrarkirkju

Maímánuður í Akureyrarkirkju var tileinkaður fjörugum strákum í 1.-3. bekk. Þeir komu hvern miðvikudag í maí og fóru í leiki og skoðunarferðir og gerðu margt skemmtilegt.

Fyrsti tíminn var haldinn í kirkjunni sjálfri þar sem farið var í hópeflisleiki. Farið var í skoðunarferð um kirkjuna og feluleiki í allri kirkjunni. Að lokum var lesin biblíusagan um Faðirvorið.

Annar tíminn var fyrir utan kirkjuna og þá var farið í þrautir; kirkjutröppuhlaup, stígvélakast, krítað og svarað skemmtilegum spurningum. Svo endaði samveran á sögustund í kirkjutröppunum.

Í þriðja tíma var farið í boltaleiki á Hamarskotstúninu og í fjórða og síðasta tímanum voru pylsur og djús, haldið búningaball, horft á myndbönd úr sunnudagaskólaefninu, um Nebba og Hafdísi & Klemma, og svo var farið í frjálsa leiki. Drengirnir fengu svo allir kveðjuskjöl í lokin frá kirkjunni.

Strákarnir voru spenntir fyrir að mæta í kirkjuna sína og hlökkuðu alltaf til að koma aftur og aftur. Þeim var sagt frá vetrarstarfinu og hvattir til að mæta í haust.

Það er von okkar í Akureyrarkirkju að sjá strákana í haust í kirkjustarfinu enda skemmtilegir og fjörugir drengir á ferðinni.

 

  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Frétt

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.