Strákafjör í Akureyrarkirkju

1. júní 2019

Strákafjör í Akureyrarkirkju

Strákafjör í Akureyrarkirkju

Maímánuður í Akureyrarkirkju var tileinkaður fjörugum strákum í 1.-3. bekk. Þeir komu hvern miðvikudag í maí og fóru í leiki og skoðunarferðir og gerðu margt skemmtilegt.

Fyrsti tíminn var haldinn í kirkjunni sjálfri þar sem farið var í hópeflisleiki. Farið var í skoðunarferð um kirkjuna og feluleiki í allri kirkjunni. Að lokum var lesin biblíusagan um Faðirvorið.

Annar tíminn var fyrir utan kirkjuna og þá var farið í þrautir; kirkjutröppuhlaup, stígvélakast, krítað og svarað skemmtilegum spurningum. Svo endaði samveran á sögustund í kirkjutröppunum.

Í þriðja tíma var farið í boltaleiki á Hamarskotstúninu og í fjórða og síðasta tímanum voru pylsur og djús, haldið búningaball, horft á myndbönd úr sunnudagaskólaefninu, um Nebba og Hafdísi & Klemma, og svo var farið í frjálsa leiki. Drengirnir fengu svo allir kveðjuskjöl í lokin frá kirkjunni.

Strákarnir voru spenntir fyrir að mæta í kirkjuna sína og hlökkuðu alltaf til að koma aftur og aftur. Þeim var sagt frá vetrarstarfinu og hvattir til að mæta í haust.

Það er von okkar í Akureyrarkirkju að sjá strákana í haust í kirkjustarfinu enda skemmtilegir og fjörugir drengir á ferðinni.

 

  • Æskulýðsmál

  • Barnastarf

  • Frétt

Sr. Þuríður Björg fyrir miðri mynd-mynd LWF/Albin Hillert

Undirbúningsfundur fyrir Heimsþing Lútherska heimssambandsins

24. mar. 2023
.....viðtal við sr. Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur
Hin mörgu andlit kirkjunnar

Þjóðkirkjan er aðili að mörgum alþjóða samtökum

23. mar. 2023
......meira um samkirkjumál
Hlaupið að bjöllunni

Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

22. mar. 2023
....krakkar frá Reyðarfirði unnu