Kirkjan og sjómenn

2. júní 2019

Kirkjan og sjómenn

Gísli Hallberg Hallbjörnsson heiðraður

Í morgun fór fram sjómannamessa á Akranesi en þar var slík messa fyrst haldin árið 1925. Sr. Þráinn Haraldsson, þjónaði og prédikaði. Kirkjukór Akraneskirkju söng og við orgelið var Árni Heiðar Karlsson. Guðsþjónustan var vel sótt.

Eftir prédikun sr. Þráins var sjómaðurinn Gísli Hallberg Hallbjörnsson, heiðraður fyrir sjómannsstörf sín og fékk gullmerki sjómannadagsins. Sr. Þráinn rakti sjómennskuferil Gísla í stórum dráttum en frá mörgu var að segja. Hann er fæddur í Bolungarvík árið 1943 og hefur verið á sjó frá því hann var ungur maður enda blundaði sjómennskan ætíð í honum. Gísli lauk vélstjóraprófi árið 1961. Hann flutti á Akranes árið 1970. Sjómennskuár hans voru farsæl.

Að lokinni guðsþjónustu var gengið fylktu liði út á Akratorg og blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna. Sr. Þráinn fór þar með bæn.

Víða voru guðsþjónustur á sjómannadaginn og er það vel að þeim góða sið sé haldið við á sem flestum stöðum.

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.