Kirkjugarðasamband Íslands

4. júní 2019

Kirkjugarðasamband Íslands

Fossvogskirkjugarður

Næstkomandi 8. júní verður haldinn aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands á Hallormsstað. Það er tuttugasti og fjórði aðalfundur sambandsins. Kirkjugarðasamband Íslands var stofnað 1995 og markmið þess er að efla samstarf starfsmanna og stjórna kirkjugarða. Það gætir hagsmuna kirkjugarða gagnvart stjórnvöldum og miðlar upplýsingum um starfsemina.

Rekstur kirkjugarða hefur átt undir högg að sækja hin síðari ár. Framlög til þeirra hafa verið skorin niður um 3,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við samkomulag frá 2005. Ekki hefur tekist að fá leiðréttingu mála hjá stjórnvöldum þrátt fyrir skýrslur og fundahöld.

Kirkjugarðar eru alls 250 á landinu og þeim er stýrt af 236 ólaunuðum stjórnum.

Fjármál kirkjugarðanna verða meðal annars rædd á aðalfundinum.

Á Alþingi var lögð fram s.l. haust athyglisverð fyrirspurn um málefni kirkjugarða sem sjá má hér: Alþingi.is

  • Frétt

  • Fundur

  • Samfélag

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.