Hjónanámskeið í 24 ár

18. júní 2019

Hjónanámskeið í 24 ár

Sr. Þórhallur Heimisson

Sr. Þórhallur Heimisson skrifar.

Á þessu sumri verða liðin rétt tuttugu og fjögur ár síðan ég hratt af stað hjónanámskeiðum undir heitinu “Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð”. Upphaflega áttu námskeiðin að vera aðeins tvö. En þau pör sem hafa tekið þátt skipta nú þúsundum.

Námskeiðið hefur verið haldið um allt land mörgum sinnum og eins í Noregi og Svíþjóð.

Sjálft inntak námskeiðanna hefur lítið breyst í gegnum árin – sem er að hjálpa þátttakendum að greiða úr flækjum lífsins og finna leiðir til að styrkja ástina og efla sambandið. Umgjörðin hefur aftur á móti tekið stakkaskiptum, enda breytist samfélagið stöðugt og spurningarnar sem fjölskyldur glíma við.

Margar ástæður eru fyrir því að pör taka þátt í slíku námskeiði. Sum koma til að leysa úr vanda í sambandinu, en önnur til að styrkja það sem gott er fyrir.

Það má segja að hjónanámskeiðið sé þess eðlis að þar sé verið að fást við mál og benda á lausnir sem fólk ætti að geta sagt sér sjálft. Á námskeiðinu eru engar töfralausnir í boði sem engum hefur dottið í hug fyrr. En vandinn er sá að við höfum oft gleymt lausnunum, týnt þeim í annríki hversdagsins. Ástin er eins og fjársjóður sem býr innra með okkur.

Hjónanámskeiðin eru eins og fjársjóðskort, verkfæri til að finna fjársjóðinn, grafa hann upp og láta gullið glitra í sólinni. Þau henta öllum pörum óháð aldri, kynhneigð og hjúskaparstöðu.

Hjónanámskeiðin hafa alltaf starfað sjálfstætt án utanaðkomandi stuðnings eða tengsla og eru algerlega á ábyrgð undirritaðs.

Tuttugasta og fimmta starfsárið hefst í ágúst.

Höfundur er prestur í Svíþjóð og ráðgjafi.

thorhallur33@gmail.com

  • Auglýsing

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fræðsla

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta