Langamýri?

19. júní 2019

Langamýri?

Starfsfólk Löngumýri

Þið vitið eflaust mörg að þar eru starfræktar sumarbúðir fyrir eldri borgara, en ég djáknanemi og hjúkrunarfræðingur þekkti ekki til staðarins og því ekki með neinar væntingar þegar ferðin hófst.

Það tók hinsvegar ekki marga klukkustundir að heillast algjörlega af þeim frábæra anda og flotta starfi sem þar er unnið.

Þórey djákni og starfsfólkið frá Löngumýri með Sigvalda og Gunnar í fararbroddi á hrós skilið fyrir vel skipulagða dagskrá og gestrisni. Þema þessa árs er í kúlu Krists og það voru eldri borgararnir svo sannarlega. Kærleikur og vinátta var umlykjandi og allt gert til að gera dvölina eins ánægjulega og kostur var.

Líkt og kemur fram hér að ofan starfa ég sem hjúkrunarfræðingur og vinn í heimahjúkrun. Mér stóð til boða að taka þátt í þessu sem hluti af starfsþjálfun djáknanema á vegum þjóðkirkjunnar. Það sem mér þótti merkilegast var hve heildræn nálgun var í öllu verki. Inn í dagskrá dagsins var fléttað öllum þáttum sem eru mikilvægir til að viðhalda reisn og draga úr neikvæðum þáttum öldrunar. Þar er lögð áhersla á næringu, hvíld, hreyfingu, vitræna örvun, andlega uppörvun, fræðslu, daglegar helgistundir, skemmtanir og ferðir. Allt þetta miðar að því að efla einstaklinginn og gefa honum verkfæri til að taka með sér heim. Það mikilvægasta er tengslamyndunin bæði við sjálfan sig, Guð og menn og samræmist það einnig kenningum sálgæslunnar.

Tilfinningin eftir þessa 6 daga dvöl er stolt. Ég er stolt af kirkjunni minni að bjóða upp á slíkt lýðheilsuverkefni og ég er stolt af því að njóta leiðsagnar Þóreyjar djákna og starfsfólksins á Löngumýri sem er að gera stórkostlega hluti.

Það er von mín að verkefni sem þetta eigi eftir að eflast enn frekar enda eitt af fallegri verkefnum þjóðkirkjunnar. Að mínu mati á þetta að vera órjúfanlegur partur af möguleikum sem eldri borgurum stendur til boða.

Guðbjörg Hulda Einarsdóttir

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Öldrunarþjónusta

  • Samfélag

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...