Biskupsstofa flytur

21. júní 2019

Biskupsstofa flytur

Höfðatorg

Biskupsstofa hefur tekið á leigu fasteignina Katrínartún 4, 3. hæð, 105 Reykjavík.

Eignin er staðsett á Höfðatorgi. Öll starfsemi biskupsstofu verður þá sameinuð á einni hæð, þ.m.t. Þjónustumiðstöð biskupsstofu sem nú er til húsa á neðri hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Gert er ráð fyrir að allar aðstæður starfsfólks, trúnaðarmanna kirkjunnar og viðskiptavina batni til muna á nýja staðnum. Aðgengi batnar einnig til muna þar sem aðgangur er að stóru bílahúsi sem er undir byggingunum á Höfðatorgi.

Gert ráð fyrir að Fjölskylduþjónusta kirkjunnar flytjist í núverandi húsnæði Þjónustumiðstöðvarinnar í Háteigskirkju.

Reiknað er með að breytingar á húsnæðinu og flutningum verði lokið í haust.


Samningurinn handsalaður.

Kirkjuhúsið að Laugavegi 31, Reykjavík, verður auglýst til sölu um helgina í fjölmiðlum.


  • Biskup

  • Frétt

  • Skipulag

  • Biskup

biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall